Thermia Atec – það sem fagfólkið kýs

Thermia Atec: Hitakerfi með lítilli kolefnalosun sem fagfólkið velur

Að sýna gott fordæmi

Günter Oldigs er ráðgjafi með vottun og heimildir frá fjölda ólíkra orkufyrirtækja og -samtaka í Þýskalandi, þ.m.t. BAFA, DENA, DEN e.V. og GIH-Nord e.V. Hann veitir húseigendum og byggingarfólki ráðgjöf varðandi möguleika á orkusparnaði, bestu orkunotkun, umhverfisvæna orkubera og val á viðeigandi búnaði, kerfum, efniviði og mælikvörðum.

Það er erfitt að horfa framhjá ótvíræðum sönnunargögnum í mynd raunafkasta sem eru mæld dag eftir dag

Günter Oldigs býr í húsi fyrir eina fjölskyldu ásamt Angeliku og tveimur köttum. Í september 2014 ákvað hann að bæta orkunýtni eigin heimilis með því að bæta við einangrun á efri hæðinni og þaksvæðinu, ásamt því að breyta hitakerfinu.

„Með Atec varmadælu með orkusöfnun úr lofti frá Thermia get ég sparað 2.170 kg af CO2 á hverju hitunartímabili. Það er 51% lækkun frá gamla hitakerfinu mínu. Ég er ánægður með það að ég spara ekki bara augljóslega peninga heldur get ég líka lagt mitt af mörkum til að gera heiminn umhverfisvænni.“

„Í september 2014 skipti ég úr olíukyntu hitakerfi í skandinavíska varmadælu með orkusöfnun úr lofti, Thermia Atec 9 kW. Ég vil gjarnan mæla með þessari afar orkunýtnu tækni og ákvað því að birta öll gögn um afkastagetu á vefsíðu minni. Mögulegir fjárfestar og húseigendur þurfa því ekki að hlusta á röksemdafærslur mínar og ákveða hvort þeir trúi mér eða ekki heldur geta þeir núna fylgst með því hvernig mánaðarleg orkunotkun og afköst á hverju tímabili eru í mínu eigin hitakerfi í rauntíma. Það er erfitt að horfa framhjá ótvíræðum sönnunargögnum.“ - Günter Oldigs

Orkunotkun til upphitunar lækkaði í 2.847 kílóvattsstundir og varminn sem veitt var til hússins var 9.373 kílóvattsstundir, þannig að 70% kemur frá tómu lofti og er endurnýjanleg orka. Upphaflega var koltvísýringslosun 4.240 kg og lækkaði í 2.070 kg, sem er 51% lækkun (2.170 kg CO2).

„Í dag get ég lagt fram sannanir fyrir því að það var mjög góð ákvörðun að skipta úr olíu í varmadælutækni. Faglega séð nýt ég einnig góðs af því. Sem orkuráðgjafi get ég sýnt viðskiptavinum mínum raunafköst varmadælutækninnar sem ég nota á mínu heimili. Það er mun meira sannfærandi en nokkrir útreikningar í Excel eða hermitækni og er sterk hvatning fyrir alla þá sem eru að hugsa um að endurnýja hitakerfið sitt.“ – Günter Oldigs

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270