Á degi hverjum sendir sólin 174.000 teravött af orku til jarðarinnar – alveg ókeypis.
Það gefur augaleið að þessa gjöf náttúrunnar ættum við að nýta til að bæði hita upp og kæla híbýli okkar.
Haft var samband við Thermia sem aðstoðu við hönnun á kerfinu. Ákveðið var að setja upp Thermia Solid Eco vatn í vatn jarðvarmadælu í félagsheimilið. Notast var við rör frá MuoiviTech sem eru sérstaklega hönnuð fyrir varmadælur og ná meiri orku úr jarðveginum og létta dælinguna. Plægðir voru um 1200 metrar af lögnum niður í sandfjöruna við Klifið sem er skemmtilegt dæmi um frumkvöðla starfið í Ólafsvík.
Plægðir voru niður 2000 metrar af Muovitech 40mm turbo lögnum í jarðveginn. Lagnirnar voru staðsettar á svæði þar sem sjaldan festir snjó í von um að njóta góðs af þeim varma sem kynni að vera í jörðinni. Hitatúpan er nýtt áfram sem varaflgjafi með varmadælunni. Thermia Mega jarðvarmadælan hefur annað öllum hitaþörfum meðferðarheimilisins í Krýsuvík hingað til og dregið verulega úr orkunotkun á staðnum en áætlaður orkusparnaður er um 250.000 kWs á ári.
Belcotec útfærði Willis bygginguna sem nýsköpunarmiðstöð til eigin nota. „Við nefndum hana eftir manninum sem fann upp loftræstinguna, Willis Carrier,“ útskýrði Jan Vangeel, forstjóri Belcotec, og bætti við: „Við vildum gefa yfirlýsingu með okkar eigin byggingu. Orkustigið er 28, sem er afar lágt fyrir skrifstofubyggingar.
Húseigandinn skoðaði alla valkosti vandlega og ákvað að nota Thermia. Kerfið sem Atlas Trading lagði til byggðist á Thermia Diplomat Optimum G3 8 kW varmadælu með orkusöfnun úr jörðu sem er með einingu fyrir óbeina kælingu og uppfyllti allar kröfurnar í framkvæmdunum.
Aletschspa er hituð með tveimur álagsstýrðum Thermia Mega varmadælum með orkusöfnun úr jörðu með hitunargetu sem nemur 14-59 kW. Grunnvatn sem er um 10°C heitt er orkugjafi varmadælunnar. Hitakerfið sér um gólfhitun sem og hitun sundlaugar og flotlaugar. Kæling (loftræsting) fer fram með óbeinni kælingu, sem þýðir að orkan sem er notuð til að kæla niður aðstöðuna kemur úr grunnvatninu.
Hótelið og heilsulindin eru hituð með varmadælum með orkusöfnun úr jörðu frá Thermia. 18 Robust varmadælur með 715 kW heildarvinnslugetu hita, kæla og veita heitu vatni til hótelherbergja, heilsulindarinnar, skrifstofa, verslana og íbúða, alls 24.000 m2 svæði.
Klúbburinn hefur nú verið innréttaður upp á nýtt og býður meðlimum sínum, innlendum sem erlendur, ýmiss konar þjónustu í hæsta gæðaflokki, m.a. einkatíma í tennis og vaxtarrækt, aðstöðu til iðkunar hitajóga og crossfit-æfinga, 25 metra sundlaug, líkamsræktarsal, herbergi fyrir jóga, pilates, spinning, pétanque, klifurvegg, heilsulind, slökunarsvæði, snyrtistofur, fundarherbergi og veitingastað.
Vorið 2017 leituðu fulltrúar Snæfellsbæjar til Verklagna ehf. vegna fyrirhugaðra kaupa á varmadælu í félagsheimilið Ólafsvík. Þeir höfðu áður gert tilraun með varmadælu frá öðrum söluaðila en reynslan af þeirri dælu var ekki góð.
Þeir leituðu því til Verklagna ehf. enda höfðu þeir góða reynslu af varmadælunni sem starfsmenn fyrirtækisins höfðu selt þeim og sett var upp í sundlauginni í Ólafsvík.
Krýsuvíkursamtökin leituðu til Verklagna ehf. um ráðgjöf og aðstoð vegna mikils kostnaðar við upphitun á húsnæði samtakanna í Krýsuvík. Stór og mikil rafmagns hitatúpa sá um að hita upp húsnæði samtakanna en hún er staðsett töluvert langt frá húsinu sjálfu og þurfti því að einnig að setja varmadælu þar og flytja orkuna frá henni langa leið að húsnæðinu.
Leitað var eftir aðstoð frá Thermia við hönnun nýs hitakerfis í húsnæðið. Gerð var tillaga að einfaldri og hagkvæmri lausn sem dregið gæti verulega úr orkunotkun á staðnum. Sett var upp Thermia Mega jarðvarmadæla (vatn í vatn) sem er sérhönnuð fyrir stórar byggingar.
Belcotec er fyrirtæki sem setur upp hita-, loftræsti- og loftjöfnunarkerfi, sérhæfir sig í útfærslu hágæðabúnaðar og skilar sérsniðnum lausnum til hitunar, loftræstingar og hreinlætisaðstöðu í atvinnuhúsnæði. Clevr er fyrirtæki sem annast uppsetningu fyrir húseigendur og fólk sem byggir eigið húsnæði. Belcotec og Clevr hafa sameinað krafta sína og skapað svolítið alveg einstakt. Styrkurinn sem þau sóttu til hvors annars og sameinuð framtíðarsýn þeirra leiddi til Willis-verkefnisins. Ofurnútímaleg bygging sem eflir nýsköpun og sjálfbærni.
Willis byggingin er meira en bara skrifstofuhúsnæði: hún er opið svæði með ólíkum vinnusvæðum þar sem til verður andrúmsloft veitir innblástur til nýsköpunar. Fjölvirkni, þægindi, skýrleiki og aðlögunarhæfni eru lykilorðin sem lýsa hönnun hennar.“ - Charlotte Ooms, arkitekt, Archiles Architecten
Fjárfestirinn var að byggja nýtt hús og ákvað að nota endurnýjanlegan orkugjafa. Í húsinu er 235 m² íbúðarrými og það er staðsett í bænum Domžale í miðri Slóveníu, þaðan sem hægt er að komast til Ljubljana eða Alpanna á u.þ.b. 15 mínútum. Húseigandinn fékk mjög góðar upplýsingar um mismunandi gerðir endurnýjanlegra orkugjafa og einnig um orkuþörf nýja heimilisins. Í kjallaranum er heilsulind með gufubaði, líkamsræktartækjum og nuddpotti, sem þarf að hita allt árið.
„…á endanum tókst okkur að uppfylla óskir húseigandans og útvega allar tegundir virkni sem beðið var um. Því má bæta við að þegar við mældum afkastastuðul tímabils aftur þremur árum síðar var hann 4,17 – frábær árangur.“ – Yasin Jodeh, tæknistjóri Atlas Training d.o.o.
Aletschspa er nýjasti hluti Alex hótelsins og er að öllu leyti helguð aðstöðu sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Þar er 80 m2 sundlaug og margar leiðir í boði fyrir slökun, allt frá vinnuvistfræðilega mótuðum baunapúðunum til loftfylltu „aqua rondo“ vatnsstöðvarinnar. Í rúmgóðri sundlauginni er nóg pláss til að iðka vatnsleikfimi. Börn geta leikið sér og svamlað í kringum litla gosbrunninn í aðskildu barnasundlauginni.
Því má þakka nútímalegu og skilvirku jarðvarmaorkukerfinu frá Thermia að í nýju Aletschspa heilsulindinni er hægt að sinna gestum í þeirri fullvissu að þeir séu að fara vel með umhverfið og spara peninga.“ Milos Bill, framkvæmdastjóri, eta Group
Strömstad Spa er hótel í hæsta gæðaflokki með 232 herbergjum og allri stórri og vel búinni heilsulind.Heilsulindin nær yfir 2.000 fermetra á tveimur hæðum. Hún er eina Decléor Flagship heilsulindin í Norður-Evrópu og þar má fá flestar tegundir meðhöndlunar og afurða sem venjulega eru í boði í heilsulindum.
Hótelherbergi, heilsulind, skrifstofur, verslanir og íbúðir, alls 24.000 m2, allt hitað með Thermia varmadælum.
Palma Sport & Tennis Club, áður Mallorca Tennis, var fyrst stofnaður árið 1964. Húsið er hannað af hinum rómaða arkitekt Francesc Mitjans, sem er fæddur í Barcelona, en hann teiknaði hinn þekkta Camp Nou fótboltavöll og margar aðrar frægar byggingar á Spáni.
Því má þakka nútímalegu og skilvirku jarðvarmaorkukerfinu frá Thermia að í Palma Sport & Tennis Club er hægt að sinna gestum í þeirri fullvissu að þeir séu að fara vel með umhverfið og spara peninga,“ sagði Miguel Madero Wage, forstöðumaður hjá Girod Geotermia.