Thermia Diplomat Optimum

  • Minnkaðu orkunotkunina um allt að 75%
  • Nýjasta tækniþekking skilar þér hámarksafköstum, allt árið
  • Hröð og hagkvæm framleiðsla á heitu vatni með TWS-tækni
  • Sveigjanleiki – fyrir nýbyggingar eða endurbyggingar
  • Ein lausn – upphitun, heimilisnotkun á heitu vatni og loftkæling
  • Mjög hljóðlátur búnaður
  • Á netinu – þú stjórnar varmadælunni hvaðan sem þér hentar
Thermia Diplomat Optimum

Orkuflokkur A+++, ef varmadælan er hluti af sambyggðu kerfi.

A+++

Orkuflokkur A+++, ef varmadælan er eini varmagjafinn. Orkuflokkur reiknaður út í samræmi við tilskipun ESB 811/2013 um visthönnun.

A+++

Eiginleikar

 • Skilvirkni og hagkvæmni á öllum árstímum

  Skilvirkni og hagkvæmni á öllum árstímum

  Thermia Diplomat Optimum Comfort er varmadæla með upptöku jarðvarma sem tryggir þér frábær afköst á ársgrundvelli fyrir tilstilli einstakra tæknilausna. Thermia Diplomat Optimum hefur sérlega háan nýtnistuðul (COP), eða 4,34 (Diplomat Optimum 8 við B0/W35, samkvæmt staðlinum EN14511), og gerir þér þannig kleift að minnka orkunotkun á heimilinu um allt að 75%.

 • Hitun

  Hitun

  Algengustu hitakerfin í Evrópu nota vatn og dreifa hitanum um híbýlin gegnum miðstöðvarofna eða hitarör í gólfi. Úttakshitastig vatnsdreifikerfisins er yfirleitt 30–35 °C fyrir gólfhitun og 45–55 °C fyrir miðstöðvarofna. Hvort sem um er að ræða nýbyggingu eða uppgert hús tryggja varmadælur frá Thermia frábæra upphitun með lítilli kolefnalosun, sama hvaða hitastig hitakerfið gerir kröfu um.

 • Svalt yfir sumartímann

  Svalt yfir sumartímann

  Varmadælan sér þér fyrir hita að vetri til, en á sumrin er þessu ferli einfaldlega snúið við. Varmadælan safnar varma úr húsinu og flytur hann niður í borholuna í jörðinni, til að veita kælingu. Þetta er mun hagkvæmara en hefðbundin loftkæling. Diplomat Optimum, með aukabúnaði ef þess er óskað, sér þér líka fyrir frábærri kælingu þar sem þess þarf yfir sumarið.

 • Meira af heitu vatni og hraðar

  Meira af heitu vatni og hraðar

  Heitavatnsgeymirinn er búinn TWS-tækni okkar (lagskipting kranavatns), en það þýðir að framleiðsla á heitu vatni verður fljótlegri og hitastigið hærra en með hefðbundinni tækni. Þar sem heitt vatn er þynnt niður að hitastigi kranavatns fæst umtalsvert meira af nýtanlegu heitu vatni, vegna þess hve hitastigið er hátt.

  Heitavatnsframleiðsla Thermia borin saman við önnur merki:

  Thermia með TWS-tækni Dæmigerður, hefðbundinn vatnshitari
  • Endurhleðslutími úr 40 °C við fulla hleðslu í vatnshitara sem notar TWS-tækni: aðeins 21 mínúta.
  • Endurhleðslutími úr 40 °C við fulla hleðslu í hefðbundnum vatnshitara: 50 mín.
  • Tími að fullri endurhleðslu geymis eftir hámarksnotkun: 21 mín.
  • Tími að fullri endurhleðslu geymis eftir hámarksnotkun: 50 mín.

   

 • Snjallstýring

  Snjallstýring

  Stjórntækin samhæfa hitakerfið og stjórna því. Varmadælur frá Thermia vinna af mikilli nákvæmni til að tryggja heimilinu ykkar bestu hugsanlegu loftgæðin og þægilegasta hitastigið, með sem minnstum kostnaði. Stjórntækin okkar eru sérlega auðveld í notkun.

  Skjár stjórntækjanna sýnir hitakúrfur með myndrænum hætti og þegar búið er að stilla kúrfuna þarf ekkert að huga að henni oftar. Hægt er að hækka eða lækka hitastigið með því að ýta á einn hnapp.

 • Álagsstýringartækni

  Álagsstýringartækni

  Álagsstýringartækni er tækni sem fylgist stöðugt með kerfinu þínu og lagar afköst dælunnar að aðstæðum. Stjórntækin hafa stöðugt eftirlit með kerfinu og aðlaga, ef þess gerist þörf, hraðastillingar hringrásardælanna til að viðhalda fyrirfram tilgreindu hitastigssviði fyrir vinnslumiðilinn og hitunarrásina. Hraðastýrðar hringrásardælur í orkuflokki A tryggja að dagleg starfsemi sé ævilega löguð að þörfum og kringumstæðum notanda. Það þýðir að þú getur ævinlega treyst því að varmadælan þín starfi með sem skilvirkustum hætti miðað við aðstæður.

 • Sveigjanleiki

  Sveigjanleiki

  Thermia Diplomat Optimum fæst í þremur afkastagerðum: 4 kW, 6 kW, 8 kW, 10 kW og 12 kW og fæst bæði í útgáfum fyrir þriggja fasa (400 V) og einfasa rafmagn (230 V, allt að 12 kW). Diplomat Optimum er með innbyggðum, 180 lítra heitavatnsgeymi. Thermia Diplomat Duo Optimum er útgáfa sem er ekki með heitavatnsgeymi og má nota samhliða Thermia MBH og aðskildum heitavatnsgeymi sem tekur 200 eða 300 lítra, eða hvaða öðrum heitavatnsgeymi sem er. Diplomat Optimum fylgir mikið úrval aukabúnaðar og þannig er einnig hægt að fá kælingu, hita upp sundlaug eða nota búnaðinn samhliða sólarsellum eða öðrum hitagjöfum.

 • Thermia Online

  Thermia Online

  Með forritinu Thermia Online geturðu til dæmis kannað hvort hitakerfið þitt virkar rétt, lækkað hitann þegar þú ferð í frí eða fengið tilkynningu ef óvænt atvik koma upp. Kerfið okkar á netinu sendir þeim sem annast uppsetningu heildstæð greiningargögn og gerir þeim einnig kleift að bregðast hratt við tilkynningum eða opna streymi í rauntíma með upplýsingum um afköst kerfisins. Forritið Thermia Online er í boði fyrir bæði Android og iPhone.

 • Hitun á sundlaug

  Hitun á sundlaug

  Það er ekkert mál að efla Thermia Diplomat Optimum með aukabúnaði til að hita upp sundlaugina við húsið, árið um kring. Með því móti getur þú hitað sundlaugina upp allt árið og um leið dregið verulega úr kostnaðinum við að hita hana.

 • Skandinavísk ending eins og hún gerist best

  Skandinavísk ending eins og hún gerist best

  Varmadælur frá Thermia eru hannaðar, prófaðar og framleiddar við loftslagsaðstæður sem eru meðal þeirra mest krefjandi í Evrópu. Sænski veturinn getur orðið býsna harður. Febrúar er yfirleitt kaldasti mánuðurinn, en þá getur kuldinn farið allt niður í -30 °C eða jafnvel enn lægra í nyrstu landshlutunum, og því er nauðsynlegt að hita húsin frá september og allt fram í maí. Thermia Diplomat Optimum byggist á 40 ára reynslu á sviði þróunar og sölu varmadæla.

Vissir þú að…

Vissir þú að…

Þróaðar í Svíþjóð, gerðar fyrir allan heiminn

Varmadælur frá Thermia eru hannaðar, prófaðar og framleiddar við loftslagsaðstæður sem eru meðal þeirra mest krefjandi í Evrópu. Sænski veturinn getur orðið býsna harður. Febrúar er yfirleitt kaldasti mánuðurinn, en þá getur kuldinn farið allt niður í -30 °C eða jafnvel enn lægra í nyrstu landshlutunum.

Niðurhal

Sjá lesefni um markaðssetningu og tækni er varðar Thermia Diplomat Optimum

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270