Thermia Mega

  • Varmadæla með upptöku jarðvarma, ætluð til notkunar í stórum byggingum og skilar allt að 1400 kW afli
  • Minnkaðu orkunotkunina um allt að 80%
  • Álagsstýrð tækni lagar sig að rauntímaþörfum af mikilli nákvæmni
  • Ný stjórntæki og nýr snertiskjár í lit
  • Keðjuvirkni allt að 16 eininga
  • HGW-tækni fyrir skilvirka framleiðslu á heitu vatni
  • Ein lausn fyrir upphitun, heimilisnotkun á heitu vatni og loftkælingu
  • Hitun og kæling samtímis
  • Á netinu – þú stjórnar varmadælunni hvaðan sem þér hentar
  • Tilbúið fyrir stjórnkerfi bygginga gegnum Modbus
Thermia Mega

Orkuflokkur A+++, ef varmadælan er hluti af sambyggðu kerfi.

A+++

Orkuflokkur A+++, ef varmadælan er eini varmagjafinn. Orkuflokkur reiknaður út í samræmi við tilskipun ESB 811/2013 , er varðar orkumerkingar hitara fyrir rými

A+++

Eiginleikar

 • Frábær afköst með háþróuðum eiginleikum

  Frábær afköst með háþróuðum eiginleikum

  Álagsstýrða Thermia Mega-varmadælan er frábær valkostur fyrir allar gerðir atvinnubygginga með háþróuð hita- og kælikerfi og þar sem gerðar eru miklar kröfur bæði um orkunýtni og notagildi. Þetta gerir hana að fullkominni lausn fyrir stórt atvinnuhúsnæði og opinberar byggingar sem þurfa háþróuð stjórntæki og sérhannaðan búnað. Thermia Mega hefur sérlega háan árstíðamiðaðan nýtnistuðul (SCOP), eða 5,3, (Mega XL við B0/W35, samkvæmt staðlinum EN14825), og gerir þér þannig kleift að minnka orkunotkun húsnæðisins um allt að 80%.

 • Álagsstýrð tækni

  Álagsstýrð tækni

  Álagsstýrð tækni gerir varmadælunni kleift að sjá þér fyrir allri þeirri orku sem þú kannt að þurfa, með því að laga úttaksstillingar varmadælunnar jafnt og þétt að orkuþörfum á hverjum tíma. Þetta þýðir einnig að notandi þarf ekki að greiða fyrir neina viðbótarhitun. Álagsstýring getur sameinað mikla hitunarþörf að vetri til og minni þörf fyrir heitt vatn að sumarlagi án þess að þörf sé á stórum heitavatnsgeymum. Þessu til viðbótar er álagsstýrð tækni betri fyrir mjúkræsingu rafveitu og minna tengiafl.

 • Varmarýmd og sveigjanleiki

  Varmarýmd og sveigjanleiki

  Thermia Mega fæst í eftirtöldum stærðum: 10-33 kW, 11-44 kW, 14-59 kW og 21-88 kW. Hægt er að tengja allt að sextán  Mega varmadælur saman til að fá allt að 1400 kW. Dælur sem tengdar eru saman í keðju fara í gang hver á fætur annarri, allt eftir orkuþörf, og tryggja þannig lágmarksorkunotkun óháð framleiðslu. Með einstökum útbúnaði fyrir stjórnun orkugjafa (Energy Source Control) er hitunargeta löguð að þeim orkugjafa sem er í boði hverju sinni (borholur eða útblástursloft). Uppsetning á Thermia Mega er fljót að borga sig vegna mikils orkusparnaðar bæði við upphitun og loftkælingu. Mega fylgir mikið úrval aukabúnaðar og þannig er einnig hægt að hita upp sundlaug eða nota búnaðinn samhliða sólarsellum eða öðrum hitagjöfum.

 • Kæling með hringrásardælu og þjöppu – þægindi árið um kring

  Kæling með hringrásardælu og þjöppu – þægindi árið um kring

  Í mörgum nútímabyggingum eru stórir glerveggir sem eru yndislegir í skammdeginu, en geta oft valdið ofhitnun að sumri til. Kæling með hringrásardælu tryggir þægilegt inniloft, á öllum tímum ársins. Ef þörf krefur má styðja kælingu með hringrásardælu með viðbótarkælingu með þjöppu, með því að nota þjöppuna í varmadælunni. Bæði kæling með hringrásardælu og með þjöppu er mun hagkvæmari en hefðbundin loftræstikerfi. Með þessum hætti sér Mega þér líka fyrir frábærri kælingu þar sem þess þarf yfir sumarið.

 • Óvenjumikil skilvirkni með hitun og kælingu samtímis

  Óvenjumikil skilvirkni með hitun og kælingu samtímis

  Með samtímis hitun og kælingu getur þú lækkað rekstrarkostnað enn meira. Til að gera það mögulegt eru margar varmadælur hliðtengdar milli heitra og kaldra forðakúta. Heitu kútarnir tengjast upphitunarsvæðunum og köldu kútarnir kælingarsvæðunum. Mega skiptir svo einfaldlega hita út fyrir kulda eftir þörfum byggingarinnar. Á meðan fundarherbergi á hóteli er kælt niður er til dæmis hægt að endurnýta umframhitann sem er fjarlægður til að hita vatn fyrir sundlaugina eða heilsulindina.

 • Afburða góð afköst við framleiðslu á heitu vatni, með HGW-tækni (hitun vatns með heitu gasi)

  Afburða góð afköst við framleiðslu á heitu vatni, með HGW-tækni (hitun vatns með heitu gasi)

  Thermia hefur þróað einstaka aðferð, sem er í umsóknarferli um einkaleyfi, til að framleiða heitt vatn. Samtímis því sem vatn til dreifingar um hitakerfi byggingarinnar er hitað er heitt vatn einnig framleitt, við mjög hátt hitastig, í sérstökum aukavarmaskipti. Þetta þýðir að á þeim árstíma þegar þarf að hita upp bygginguna færðu líka mikið magn af heitu vatni á mjög lágu verði.

 • Ný snjallstýring

  Ný snjallstýring

  Stjórntækin samhæfa hitakerfið og stjórna því. Varmadælur frá Thermia vinna af mikilli nákvæmni til að tryggja húsnæðinu ykkar bestu hugsanlegu loftgæðin og þægilegasta hitastigið, með sem minnstum kostnaði. Stjórntækin okkar eru sérlega auðveld í notkun.

  Nýir eiginleikar:

  • Valmynd og reiknirit þróuð af Thermia
  • Nýr snertiskjár í lit
  • Notendavæn og þægileg valmynd með táknum og upplýsingagrafík
  • Heildstætt yfirlit yfir hitastig frá hringrás kælimiðils
  • Myndræn framsetning á þjöppuskipulagi
  • Hitakúrfa með sjö punkta stillingum
  • Einfaldar hugbúnaðaruppfærslur um USB-rauf
  • Tilbúið fyrir stjórnkerfi bygginga gegnum Modbus
 • Thermia Online

  Thermia Online

  Hægt er að búa Mega Thermia Online, virkni sem gerir fjarstýringu og eftirlit mögulegt með því að nota snjallsíma eða tölvu. Netkerfið okkar sendir þeim sem annast uppsetningu heildstæð greiningargögn og gerir þeim einnig kleift að bregðast hratt við tilkynningum eða opna fyrir rauntímaupplýsingar um afköst kerfisins. Stýring og eftirlit á netinu hámarkar orkunýtingu fyrir eigendur fasteigna sem eiga byggingar á mismunandi stöðum.

  Forritið Thermia Online er í boði fyrir bæði Android og iPhone.

 • Samþætting – tilbúið fyrir stjórnkerfi bygginga (BMS)

  Samþætting – tilbúið fyrir stjórnkerfi bygginga (BMS)

  Háþróuð stjórntæki þessarar varmadælu fylgjast stöðugt með allri virkni og veita þér áreiðanlega yfirsýn. Mega getur átt samskipti við önnur stjórnkerfi (stjórnkerfi bygginga) í gegnum Modbus. Það má einnig hafa stjórn á og  eftirlit með varmadælunni með sama stjórnunarkerfi og safnar upplýsingum um viðvörunarkerfi, loftræstingu og önnur kerfi í sömu byggingu.

 • Skandinavísk ending eins og hún gerist best

  Skandinavísk ending eins og hún gerist best

  Varmadælur frá Thermia eru hannaðar, prófaðar og framleiddar við loftslagsaðstæður sem eru meðal þeirra mest krefjandi í Evrópu – í Svíþjóð. Allar vörurnar okkar eru hannaðar og smíðaðar úr evrópskum hágæðaíhlutum með viðurkenndri ráðgjöf frá Thermia við hönnun kerfa. Við erum stolt af því að vera í samstarfi við Danfoss, sem er í fremstu röð á þessu sviði.

  Thermia Mega er byggt á meira en 40 ára reynslu á sviði þróunar og sölu varmadæla.

 • Snertiskjár stjórntækja

  Snertiskjár stjórntækja

  Nýju stjórntækin í Mega-varmadælunni eru með snertiskjá í lit og notendavænt og auðskiljanlegt viðmót með myndtáknum.

Vissir þú að…

Vissir þú að…

Varmadælur geta séð heimilum fyrir upphitun, heitu vatni og loftkælingu, allt í einu tæki. Auk þess geta varmadælur frá Thermia hitað og kælt samtímis.

Varmadælan skiptir einfaldlega hita út fyrir kulda eftir þörfum byggingarinnar. Á meðan fundarherbergi á hóteli er kælt niður er til dæmis hægt að endurnýta umframhitann sem er fjarlægður til að hita vatn fyrir sundlaugina eða heilsulindina.

Sjá einnig

Þetta gæti vakið áhuga þinn…

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270