Leiðbeiningar myndbönd

Hvernig á að stilla stjórntæki varmadælu frá Thermia

Leiðbeiningar myndbönd

Aflestur hitastigs á varmadælunni

 

 

 

Fáðu að vita hvernig þú lest raunhitastig í hitunar- og heitavatnskerfinu sem stjórntæki varmadælunnar fylgjast með.

 

 

Kynntu þér hvað það er auðvelt að breyta gildunum fyrir hitastig í herbergjum. Þannig getur þú lagað hitastigið innandyra tímabundið að þínum óskum og þörfum. Að öllu jöfnu ætti að líta á hitastigið innandyra sem tímabundið frávik frá normalkúrfu hitastigsins, sem notuð er til að hámarka skilvirkni varmadælunnar á ársgrundvelli.

Að breyta gildum hitastigs í herbergjum

Að stilla hitastigskúrfuna

 

 

Færibreytan fyrir hitastigskúrfuna ræður því hversu mikinn varma varmadælan framleiðir, við mismunandi hitastig utandyra, til að tryggja að hitastig og loftgæði innandyra verði sem ákjósanlegust. Rétt stillt hitakúrfa skilar jöfnu, þægilegu hitastigi og loftgæðum innandyra og lágmarkar orkunotkunina, allt árið um kring. Fáðu að vita hvernig þú stillir þessa kúrfu.

 

 

 

Þegar hitastigið utandyra nær tilteknum gildum, oft á milli +5 og -5 gráða á Celsíus, er hægt að gera aðstæðurnar innandyra í sumum húsum sem ákjósanlegastar með því að fínstilla hitakúrfuna með hliðsjón af tilteknu hitastigi utandyra. Fáðu að vita hvernig þú gerir þetta.

Fínstilling hitakúrfu við tilteknar aðstæður

Mismunandi notkunarstillingar á varmadælunni

 

 

 

Flest heimili velja sjálfvirka stýringu varmadælu, enda er það öruggast og þægilegast, en þó er hægt að skipta á milli mismunandi notkunarstillinga. Til dæmis er hægt að velja stillingu þar sem varmadælan framleiðir aðeins heitt vatn. Í þessu myndbandi færðu að vita hvernig það er gert..

 

 

 

Við tilteknar kringumstæður er hugsanlegt að varmadælan stöðvist og þá birtist viðvörunarmerki á skjá stjórntækjanna. Þetta er til að koma í veg fyrir skemmdir og tryggja öryggi við notkun. Fáðu að vita hvernig þú endurstillir viðvörunarkerfið. Ef ekki er hægt að endurstilla viðvörunarkerfið, eða ef kerfið sendir ítrekað frá sér viðvaranir, skal hafa samband við uppsetningaraðila kerfisins.

Viðvörunarmerki frá varmadælunni endurstillt

Stöðvunarstig varmamyndunar stillt

 

 

Fáðu að vita hvernig á að stilla stöðvunarstig varmamyndunar. Þegar hitastigið utandyra nær tilteknu gildi, sem skilgreint er sem stöðvunarstig varmamyndunar, þarf ekki frekari hitun innandyra og við slíkar aðstæður þarf aðeins að framleiða heitt vatn.

 

 

 

Stjórntækin gera þér kleift að fylgjast með notkunartíma varmadælunnar. Í þessu myndbandi færðu að vita hvernig þú fylgist með notkunartíma þjöppunnar, aukahitarans og framleiðslu á heitu vatni.

Hversu lengi er varmadælan í gangi?

Hvernig á að lesa gildi frá varmadælunni

 

 

Ef þú þarft að hafa samband við uppsetningaraðilann getur verið gott að vita hvernig lesa á hin ýmsu gildi úr varmadælunni. Gildi frá varmadælunni eru vöktunar- og notkunargildi hitunaraðgerðanna og eru uppreiknuð jafnt og þétt.

 

 

Ef eitthvað verður til þess að þú þarft að nota hitakerfið og heitavatnsframleiðsluna, án þess að þjappan í varmadælunni sé í gangi – til dæmis ef neyðarástand kemur upp – er hægt að hnekkja grunnstillingunum og setja á stillingu fyrir aukahitara. Fáðu að vita hvernig þú gerir þetta.

Hvernig á að gangsetja aukahitarann

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270