Thermia Vent er búnaður til endurvinnslu varma sem má nota samhliða öllum varmadælum Thermia. Búnaðurinn hjálpar þér að nýta heitt loft innandyra sem að öllu jöfnu er losað út um loftræstistokka.
Thermia Vent er útblástursbúnaður sem notar heitt loft til að hita vinnslumiðilinn inni í varmadælunni. Þannig er hægt að endurvinna heita loftið í stað þess að það fari til spillis. Þetta eykur afköst varmadælunnar, sem er jákvætt fyrir umhverfið og hagstætt fyrir heimilisbókhaldið.