Miðlægi stýribúnaðurinn er nú samhæfður við varmadæluna og er eina lausnin á markaðnum sem býður upp á heildarstjórnun á öllu hitakerfinu. Stýrieiningin er með fjölda valkosta, svo sem daga- eða vikuáætlunum, sem nota má til að stjórna orkunotkun í hverju herbergi fyrir sig og stilla til samræmis við einstaklingsbundnar þarfir. Til að minnka orkunotkunina enn frekar er hægt að stilla lágmarkshita þegar farið er að heiman í lengri tíma, eða að nóttu til. Þannig næst fram verulegur sparnaður, fyrirhafnarlaust. Það er ekki aðeins auðvelt að stjórna hitastiginu í húsinu frá einum stað, það er einnig hægt að hámarka skilvirki varmadælunnar í samræmi við aðstæður í hitakerfinu á hverjum tíma. Allar þessar stillingar eru aðgengilegar hvar og hvenær sem er og alls staðar í húsinu. Búnaðurinn hefur hlotið Red Dot-hönnunarverðlaunin og honum má koma fyrir hvar sem er í húsinu. Hér fer saman virkni sem uppfyllir allar kröfur nútímans og einstaklega falleg hönnun.
Stærð hússins, herbergjafjöldi eða ytri aðstæður skipta engu. Nýju eiginleikarnir í Thermia Link henta jafnvel fyrir öll hús. Með þeim getur þú lagað varmaframleiðsluna að hvaða kringumstæðum sem er og fínstillt hana í samræmi við óskir og þarfir þinnar fjölskyldu. Þú getur ekki aðeins stillt hitastigið að eigin óskum heldur hefur einnig fulla stjórn á orkugjafanum sem heimilið nýtir.
Thermia Link á í stöðugum samskiptum við varmadæluna. Það þýðir að virkni þessa fullkomlega samþætta kerfis er sniðin fyrir notkunaraðstæður hverju sinni og notar eins litla orku og hugsanlegt er á hverju þrepi. Þar af leiðir að grunnfjárfestingin þín getur leitt til allt að 50–75% orkusparnaðar.
Thermia Link er byltingarkennd nýjung sem gerir varmadælubúnaðinn öflugri og fjölhæfari. Með þráðlausum stýribúnaði sem hægt er að staðsetja hvar sem er í húsinu er auðvelt að stjórna hitastigi í hverju herbergi fyrir sig.
Varmadælur með orkusöfnun úr lofti og jörðu geta minnkað koltvísýringslosun heimilisins um allt að 50% og geta því verið þitt persónulega framlag til skuldbindingarinnar um að 20% af allri orkuþörf Evrópuríkjanna verði mætt með endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020