Thermia Link

  • Stjórnar varmadælunni og dregur enn frekar úr kostnaði þínum við hitun
  • Á þráðlaus samskipti við varmadæluna og alla hluta hitakerfisins, þar á meðal hitastilla í ofnum, hitunartæki fyrir vatns- og rafmagnshitun í gólfi og öll raftæki.
  • Býður upp á sértæka hitastýringu fyrir hvert herbergi hússins
  • Einstakt notagildi og falleg hönnun
Thermia Link

Eiginleikar

 • Hámarksstjórnun, hámarksþægindi

  Hámarksstjórnun, hámarksþægindi

  Miðlægi stýribúnaðurinn er nú samhæfður við varmadæluna og er eina lausnin á markaðnum sem býður upp á heildarstjórnun á öllu hitakerfinu. Stýrieiningin er með fjölda valkosta, svo sem daga- eða vikuáætlunum, sem nota má til að stjórna orkunotkun í hverju herbergi fyrir sig og stilla til samræmis við einstaklingsbundnar þarfir. Til að minnka orkunotkunina enn frekar er hægt að stilla lágmarkshita þegar farið er að heiman í lengri tíma, eða að nóttu til. Þannig næst fram verulegur sparnaður, fyrirhafnarlaust. Það er ekki aðeins auðvelt að stjórna hitastiginu í húsinu frá einum stað, það er einnig hægt að hámarka skilvirki varmadælunnar í samræmi við aðstæður í hitakerfinu á hverjum tíma. Allar þessar stillingar eru aðgengilegar hvar og hvenær sem er og alls staðar í húsinu. Búnaðurinn hefur hlotið Red Dot-hönnunarverðlaunin og honum má koma fyrir hvar sem er í húsinu. Hér fer saman virkni sem uppfyllir allar kröfur nútímans og einstaklega falleg hönnun.

 • Nýjar sparnaðarleiðir

  Nýjar sparnaðarleiðir

  Stærð hússins, herbergjafjöldi eða ytri aðstæður skipta engu. Nýju eiginleikarnir í Thermia Link henta jafnvel fyrir öll hús. Með þeim getur þú lagað varmaframleiðsluna að hvaða kringumstæðum sem er og fínstillt hana í samræmi við óskir og þarfir þinnar fjölskyldu. Þú getur ekki aðeins stillt hitastigið að eigin óskum heldur hefur einnig fulla stjórn á orkugjafanum sem heimilið nýtir.

  Thermia Link á í stöðugum samskiptum við varmadæluna. Það þýðir að virkni þessa fullkomlega samþætta kerfis er sniðin fyrir notkunaraðstæður hverju sinni og notar eins litla orku og hugsanlegt er á hverju þrepi. Þar af leiðir að grunnfjárfestingin þín getur leitt til allt að 50–75% orkusparnaðar.

 • Stjórnaðu öllu varmadælukerfinu frá sama staðnum.

  Stjórnaðu öllu varmadælukerfinu frá sama staðnum.

  Thermia Link er byltingarkennd nýjung sem gerir varmadælubúnaðinn öflugri og fjölhæfari. Með þráðlausum stýribúnaði sem hægt er að staðsetja hvar sem er í húsinu er auðvelt að stjórna hitastigi í hverju herbergi fyrir sig.

Loftslagsvernd hefst heima

Loftslagsvernd hefst heima

Varmadælur með orkusöfnun úr lofti og jörðu geta minnkað koltvísýringslosun heimilisins um allt að 50% og geta því verið þitt persónulega framlag til skuldbindingarinnar um að 20% af allri orkuþörf Evrópuríkjanna verði mætt með endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020

Niðurhal

Sjá lesefni um markaðssetningu og tækni er varðar Thermia Link

Ræddu málið við fjölskylduna og hönnuðinn:

Ræddu málið við fjölskylduna og hönnuðinn:
WWW

Bæklingur um varmadælur frá Thermia

Ræddu málið við þann sem annast uppsetningu:

Ræddu málið við þann sem annast uppsetningu:
WWW

Gagnablað fyrir Thermia Link

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270