Kælieining

  • Kælieiningin frá Thermia gerir þér kleift að nýta varmadæluna til að kæla heimilið með lágmarkskostnaði
  • Kæling með hringrásardælu – 100% endurnýjanleg orka
  • Kæling með hringrásardælu/þjöppu – 100% endurnýjanleg orka, með þjöppu sem varabúnað
  • Hentar fullkomlega fyrir geislakælingu um gólf- eða veggkerfi
  • Má nota samhliða öllum varmadælum Thermia til heimilisnota sem safna orku úr jörðu
  • Minna kolefnisspor
Cooling module

Eiginleikar

 • Kæling með hringrásardælu

  Kæling með hringrásardælu

  Kælieiningin virkar fyrir kælingu með hringrásardælu – sem einnig er kölluð „óbundin kæling“ – en sú aðferð hentar mjög vel á heimilum sem þarf aðeins að kæla af og til, eða þar sem þú vilt aðeins geta haft svolítið svalara í einstaka herbergjum. Kælingin er framkölluð á afar ódýran hátt, með því að láta kaldan vökva renna í hringrás í lokaða safnkerfinu (í borholu, jörð eða stöðuvatni). Kælieining Thermia fyrir kælingu með hringrásardælu fylgir með sem staðalbúnaður í álagsstýrðum Thermia Comfort-hringrásardælum. Allar aðrar varmadælur Thermia eru samhæfar við kælieininguna, nema varmadælur sem safna orku úr lofti. Álagsstýrða einingin er búin hringrásardælum í orkuflokki A.

 • Kæling með hringrásardælu og þjöppu

  Kæling með hringrásardælu og þjöppu

  Kælingin myndast í tveimur skrefum. Fyrra skrefið er kallað kæling með hringrásardælu og dugar prýðilega fyrir marga notendur. Ef kæling með hringrásardælu dugar ekki til að halda hitastiginu nógu mikið niðri er skref tvö, viðbótarkæling með þjöppu, sett af stað. Í skrefi tvö er þjappan í varmadælunni notuð til að mynda kælingu og við það lækkar hitastigið í kæli- eða hitunarhringrás hússins enn meira. Álagsstýrða einingin er búin mjög orkunýtnum hringrásardælum.

  Það ver vert að hafa í huga að kæling með hringrásardælu eða hringrásardælu/þjöppu er mörgum sinnum ódýrari í rekstri en hefðbundin loftræstikerfi. Svo dæmi sé tekið notar kæling með hringrásardælu um það bil 0,2 kW af rafmagni.

Vissir þú að…

Vissir þú að…

Ein fremsta rannsóknar- og þróunarmiðstöð Evrópu

Í starfsstöð Thermia í Svíþjóð er að finna 3.000 m2 alþjóðlega rannsóknar- og þróunarmiðstöð okkar á sviði varmadælna. Í miðstöðinni er háþróaður loftslagsklefi þar sem hægt er að líkja eftir hvaða loftslagsskilyrðum sem er fyrir prófanir. Í rannsóknar- og þróunarmiðstöðinni eru einnig sérstakir hljóðklefar þar sem hávaðastig varmadælna er prófað með það að markmiði að útiloka öll lágtíðnihljóð. Verkfræðingar Thermia vinna einnig með hönnuðum til að tryggja besta hugsanlega jafnvægi milli forms og virkni í vörum okkar.

Niðurhal

Sjá lesefni um markaðssetningu og tækni er varðar Kælieining

Sjá einnig

Þetta gæti vakið áhuga þinn…

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270