Thermia Calibra Eco setur nýja umhverfisstaðla

Thermia Calibra Eco setur nýja umhverfisstaðla

Thermia hefur verið leiðandi í varmadælu tækni síðan þeir komu fyrst inn á varmadælu markaðinn 1973. Byggt á þeirri reynslu, hefur Thermia núna komið með umhverfisvænustu varmadæluna á markaðinn.

Jarðvarmadælur eru ein besta leiðin til að hita, kæla og búa til heitt neysluvatn í byggingar. Thermia hefur nú aukið afköst í þeirri tækni enn frekar með því að kynna Calibra Eco. Með GWP* (Global Warming Potential) uppá 628 kg, eða minna en helming af því sem sambærilega varmadælur eru með, Þessi hönnun markar stórt skref í umhverfisvænum orkugjöfum.

„Allt síðan Thermia var stofnað fyrir næstum 100 árum, hefur árangur okkar verið byggður á getu okkar til að stöðugra nýsköpunar. Calibra Eco táknar nýjustu byltinguna í varmadælutækni og við erum stolt af því að vera leiðandi enn og aftur. Þetta er fyrsta og eina jarðvarmadælan með umhverfisvæn afköst sem uppfylla væntanlegar reglur frá ESB“, útskýrir Pétur Bjarni Gunnlaugsson, sölustjóri hjá Verklögnum ehf., Dreifingaraðili Thermia á Íslandi. „Með afar litlum umhverfisáhrifum er þessi nýja varmadæla ekki aðeins góð fyrir okkur núna, heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Við njótum þæginda og spörum peninga í orku á meðan börnin okkar munum njóta góðs af jákvæðim umhverfisáhrifum fyrir komandi kynslóðir.“

GWP stendur fyrir Global Warming Potential og er í dag nákvæmasta leiðin til a mæla umhverfisáhrif. Það er magn í kílóum af CO2 eða CO2 ígildum. Þökk sé sinni einstöku hönnun þarf Calibra Eco minni vinnslumiðil ** en aðrar varmadælur. Þetta hefur í för með sér mjög lágt, óviðjafnanlegt CO2 ígildi.

Thermia Calibra Eco er álagsstýrð jarðvarmadæla sem kemur í stærð frá 2 til 16kW. Þannig er Calibra Eco mjög hagkvæmur kostur í ný umhverfisvænhús og líka eldri byggingar.

Álagsstýrð tækni sem notuð er í varmadælunni hefur marga yfirburði: „Með nýrri umhverfisvænni tæki og yfirburðar orkusparnaði, getur nýja Calibra Eco leyst af önnur hitakerfi á öllum heimilum. Með hámarks afköst, getur hún náð að sexfalda orkuna úr jörðinni. Mjög fáar orkulausnir í heiminum geta náð þeim orkusparnaði. Þetta þýðir að við þurfum ekki að fórna afköstum fyrir umhverfisáhrif. Eco mun geta nýst í mjög breiða línu af húsnæðum hvar sem er í Evrópu fyrir þá sem eru að leita ef áræðanleika og orkusparnaði í húshitun, um leið huga að umhverfisáhrifum“, segir Pétur frá Verklögnum ehf.

Thermia Calibra Eco bíður hraðasta og hagkvæmasta upphitun á heitu neysluvatni í sínum flokki. Fyrir húseigendur og fjölskyldur, þetta þýðir nægilegt magn af heitu neysluvatni, skilar sér hraðar við lægri kostnað. Með innbyggðum neysluvatnskút skilar Calibra Eco 260 lítrum af heitu vatni. Í daglegri notkun, þetta þýðir að mikil neysluvatnsþörf á morgnana og kvöldin er ekki vandamál. Og ef það er ekki heldur nægilegt þá er Thermia Calibra Eco líka til sem Duo og val um fleirri stærðir af neysluvatnstanka

„Í Svíþjóð, er meirihluti bygginga nú þegar með varmadælur. Út frá þeirra reynslu, höfum við verið að miðla þekkingu og tækifærum hérna á Íslandi með umhverfisvænum orkugjöfum og þannig sparað kolefnisfótspor umtalsvert“, bætir Pétur við.

Thermia Calibra Eco er fáanleg frá 1. Febrúar, 2021. Viðurkendir Thermia uppsetningaraðilar geta aðstoðað við val á réttum búnaði og áætluðum kostnaði ásamt orkusparnaði fyrir þitt heimili.

* GWP, Global Warming Potential, is the amount of heat a greenhouse gas traps in the atmosphere compared to the heat trapped by the same amount of CO2, which is the reference gas with a GWP of 1. The lower GWP the refrigerant is more friendly for environment. 

** Refrigerant used in Calibra Eco is R452B, a low GWP refrigerant with excellent energy transfer performance and fully in line with new European environmental policy (F-gas Regulation from 1 January 2015).

 

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270