Thermia Atlas – Er besta varmadælan í heiminum í dag.

Thermia Atlas – Er besta varmadælan í heiminum í dag.

Hvernig tókst hinni nýju Thermia Atlas jarðvarmadælu að rjúfa 6.0 SCOP múrinn? Svarið felst í einstakri blöndu af háþróuðu stjórnkerfi, inverter tækni og fjölmörgum öðrum tækninýjungum. Þessi blanda hefur fært Atlas hæsta SCOP gildi á markaðnum*. Samþætting svo margra frábærra eiginleika og kosta færir Atlas varmadæluna á nýtt stig. Ekki bara hvað varðar ótrúlega hátt 6.15 SCOP gildi - þessi varmadæla ber höfuð og herðar yfir keppinautana á öllum stigum.

„Nýja Thermia Atlas varmadælan er flaggskipið í vörulínu okkar. Hæsta SCOP-gildið frá upphafi, lægri orkureikningar, gífurlegt magn af heitu vatni og lægsta hljóðstig í sínum flokki (30-43 dB(A))  tryggja þægilegt líf.  Nýja Atlas jarðvarmadælan felur í sér allt það besta í skandinavískri hönnun. Þegar nýja varan verður aðgengileg snemma árs 2020, geta fjölskyldur fengið aðgang að besta lág-kolefnis, endurnýjanlega hitakerfinu sem völ er á”, útskýrði Gunnlaugur Jóhannesson frá Verklögnum ehf, umboðsaðili Thermia, og bætti við: „ Með tveimur mismunandi gerðum, Atlas 12 (3-12kW) og Atlas 18 (4-18kW), getum við boðið upp á orkulausnir fyrir ný heimili með sundlaug eða nuddpott, svo og fyrir stærri heimili sem þarfnast endurbyggingar.

Hin nýja Inverter tækni sem notuð er í varmadælunni skilar framúrskarandi niðurstöðum: „ Lykilinn að þessum góða árangri er háþróaða stjórnkerfið, sem nýtir inverter tæknina til fullnustu. Atlas færir heimilinu aukin þægindi í formi gífurlega mikils magns af heitu vatni samhliða staðfestri kostnaðarhagkvæmni”, athugasemd Petur Bjarni  frá Verklögnum ehf.

Thermia Atlas býður upp á markaðsleiðandi heitavatns framleiðslukerfi. Fyrir húseigendur og fjölskyldur þýðir þetta mikið magn af heitu vatni, afhent hraðar og á verulega lægra verði. Nýja jarðvarmadælan nýtur góðs af þrenns konar tækni sem þróuð var af Thermia.  Samþætting Inverter tækninnar, heit-gas_tækninnar og lagskiptu neysluvatns tækninnar með innbyggðum  184-lítra vatnskút sem skilar 545 lítrum af heitu vatni á hverjum tíma. Það hefur aldrei verið eins auðvelt eða þægilegt að fara í bað á sama tíma og einhver annar er í sturtunni.

Thermia Atlas býður upp á fleiri háþróaða eiginleika sem staðalbúnað en nokkur önnur varmadæla í vörulínu Thermia. Þessir eiginleikar innifela heildaryfirlit yfir hitastig og ferla, upphitunar/kælingar rafrásir, Smart Home tengingu við BMS (Building Management System), Smart Grid  tækni (EVU), stýringu orkugjafa, kút fyrir yfirflæði og Plug-and-play hugbúnaðar uppfærslu í gegnum USB tengingu

Það besta í skandinavískri hönnun vekur hrifningu með nýjum lita snertiskjá úr gleri. Silfurgráa framhliðin og hlífin eru í senn snyrtilegar og stílhreinar, sem aftur tryggja að varmadælan falli vel að innréttingunum á heimilinu.

Nýja Thermia Atlas jarðvarmadælan er einnig fáanleg í Duo afbrigði með  MBH Atlas heitavatnskút. MBH Atlas heitavatnskúturinn er fáanlegur annað hvort sem 200 lítra  eða sem 300 lítra.

Thermia Atlas jarðvarmadælan er í boði frá desember 2019. Thermia mælir með að haft verði samband við viðurkenndan endursöluaðila svo að hægt sé að áætla kaupverð og kostnað við uppsetningu og fyrir sérhæfða  útreikninga á mögulegum sparnaði.

 

*Árstíðabundinn nýtnistuðull (0/35 samkvæmt  EN14825, Pedesign 16 kW, Cold climate - Helsinki), SCOP 6.15 er hæsta gildi R410A byggðrar jarðvarmadælu í desember 2019 á meðal evrópskra framleiðanda.

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270