Evrópusambandið samþykkti löggjöf til að hvetja til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa árið 2009 (2009/28/EB). Í annarri grein tilskipunarinnar um endurnýjanlega orkugjafa er skilgreint hvaða orkugjafar teljast vera endurnýjanlegir. Þeir eru meðal annars loftvarmaorka (orka sem geymist í andrúmsloftinu), vatnsvarmaorka (orka sem geymist í yfirborðsvatni) og jarðvarmaorka (orka sem geymist undir föstu yfirborði jarðar). Í tilskipuninni er varmadælutækni sérstaklega viðurkennd sem nauðsynleg til þess að nýta megi þessa endurnýjanlegu orkugjafa.
Evrópusambandið styður endurnýjanlega orku frá varmadælum og þar af leiðandi veitir meirihluti aðildarríkja ESB styrki til slíkra verkefna. Í boði eru ýmis afsláttarkerfi og fjárstuðningur sem draga úr fjárfestingarþörf og stundum líka rekstrarkostnaði um tugi prósenta.
Hitakerfi á grunni varmadælu einkennist af mikilli endingu, litlu viðhaldi og litlum rekstrarkostnaði. Gögn frá Eurostat sýna að hitun er enn 49% af viðhaldskostnaði heimila. Þess vegna er rétt valið, hannað og faglega unnið hitakerfi svo mikilvægt fyrir alla húseigendur.
Varmadælur frá Thermia skila allt að 80% orkusparnaði, 50–75% sparnaði í rekstrarkostnaði og geta minnkað kolefnisspor þitt um u.þ.b. 50%. Hins vegar felur ákvörðun um að setja upp hitakerfi með endurnýjanlegri orku í sér mikla fjárfestingu. Þetta er tiltölulega nýtt tæknisvið og því er vissara að ganga úr skugga um að allra upplýsinga hafi verið aflað og fara varlega í sakirnar til að tryggja að kerfið sem sett er upp uppfylli sannarlega allar kröfur og væntingar.
Hafðu samband við viðurkenndan uppsetningaraðila frá Thermia til að fá nánari upplýsingar um styrki og framtaksverkefni sem standa til boða í þínu landi.