Eigendur fasteigna

Lágorkubyggingar

Lágorkubygging er hvers konar bygging sem notar minni orku en hefðbundin bygging. Fyrsta þrepið í sjálfbærri lágorkubyggingu er samþætt áætlanagerð. Þannig er tekið tillit til vistferils byggingarinnar í heild, allt frá upphafi.

Með réttri varmadælu er hægt að sinna margs konar virkni í einu kerfi, hitun, heitu vatni, kælingu og upphitun sundlaugar. Því er óþarfi að fjárfesta í og sinna viðhaldi á mörgum kerfum. Í mörgum löndum eru nú gerðar kröfur um orkunýtni í nýjum byggingum og aldrei hefur verið mikilvægara að velja orkugjafa sem stenst framtíðarvæntingar.

Varmadælur virka einnig í samræmi við varmafræðilega virk byggingarkerfi (Thermally Active Building Systems, TABS). Þessi kerfi fella innanhúss loftslagsstjórnun inn í efnivið byggingarinnar og lágmarka þannig þörfina fyrir hefðbundna tækni.

Endurnýjun & endurbætur

Sparnaðurinn sem varmadæla getur haft í för með sér fer eftir tegund hússins, landfræðilegrar staðsetningar þess og hitakerfinu sem er þegar til staðar.

Varmadælur má aðlaga að þeim hitakerfum sem fyrir eru og jafnvel sameina ólíkum viðbótarorkugjöfum, t.d. sólar- eða gasknúnum. Þær henta því afar vel til endurnýjunar, þar sem hægt er að setja þær upp við aðstæður þar sem endurbætur fara fram á hluta byggingar. Í slíkum tilfellum kemur varmadælan í staðinn fyrir kerfið sem þegar var til staðar og það má svo nota á kostnaðarhagkvæman hátt sem aukalegan hitagjafa eftir þörfum.

Notkun á úrgangsvarma

Við iðnaðarferla og aðra ferla í atvinnuskyni verður til gríðarlegt magn af úrgangsvarma sem oft glatast. Hvort sem um er að ræða vökvapressur og þungavinnuvélar eða þurrkara, matseld, geymslu á matvælum – jafnvel dýraúrgang á bóndabýlum eða kranavatnið sem er notað til að hita vatnshreinsistöðvar – þá er hægt að nota varmadælur til að endurheimta og endurnota úrgangsvarma sem myndast við iðnaðarferli í margs konar tilgangi. Því heitari sem orkugjafinn er þeim mun meiri sparnaði má ná.

Besta hugmyndin - þrenns konar virkni í einu tæki

Allar varmadælur okkar orkusöfnun úr jörðu fyrir fyrirtæki hafa að bjóða margs konar virkni í einu tæki: upphitun, heitt vatn til heimilisnota og kælingu.

Með HGW (hitun vatns með heitu gasi) fær Thermia einstaka aðferð til að framleiða heitt vatn sem kalla má „heit-gas-tækni“ (hot gas technology). Með henni er mögulegt að framleiða mikið magn af heitu vatni á mjög lágu verði á þeim árstíma þegar verið er að hita upp bygginguna. Varmadælur okkar er einnig hægt að nota til að ná jafnvægi milli mikils magns hita á veturna og minni þörf fyrir heitt vatn á sumrin. Það er engin þörf á stórum hitavatnstönkum og þú þarft ekki að knýja stóran hitara eða aukalegt kerfi eingöngu til framleiðslu á heitu vatni.

Í mörgum nútímabyggingum eru stórir glerveggir sem eru yndislegir í skammdeginu, en geta oft valdið ofhitnun að sumri til. Óbein kæling tryggir þægilegt inniloft, á öllum tímum ársins. Ef þörf krefur má styðja óvirka kælingu með virkri kælingu, með því að nota þjöppuna í varmadælunni. Bæði óbein og bein kæling er mun hagkvæmari en hefðbundin loftræstikerfi.

Sveigjanleg orkukerfi

Varmadælur frá Thermia fást í afkastagerðum allt frá 11 kW upp í 88 kW. Einnig er hægt að tengja þær saman til að fá allt að 1.400 kW upphitunargetu. Samtengdar dælur fara í gang í ákveðinni röð, háð orkuþörf. Þannig er tryggt að ekki er notuð meiri orka en nákvæmlega sú sem þörf er fyrir á hverjum tíma, óháð framleiðslu. Enn fremur gerir þessi valkostur þér kleift að skipta fjárfestingunni í 2 eða 3 áfanga, eða að stækka hitakerfið þitt eftir því sem þarfir þínar aukast.

Hitun og kæling samtímis

Með samtímis hitun og kælingu getur þú lækkað rekstrarkostnað enn meira. Til að gera það mögulegt eru margar varmadælur hliðtengdar milli heitra og kaldra forðakúta. Varmadælan skiptir svo einfaldlega hita út fyrir kulda eftir þörfum byggingarinnar. Á meðan fundarherbergi á hóteli er kælt niður er til dæmis hægt að endurnýta umframhitann sem er fjarlægður til að hita vatn fyrir sundlaugina eða heilsulindina.

5 ára ábyrgð

Gæði ábyrgða okkar endurspegla þær miklu kröfur sem við gerum til framleiðsluferla okkar. Thermia Mega er með ábyrgð á öllum starfrænum íhlutum, sem tryggir notanda þægindi og áhyggjuleysi þar sem engin hætta er á óvæntum kostnaði vegna varahluta. Ef framkvæma þarf viðgerðir sem ábyrgðin tekur til mun viðurkenndur endurseljandi bregðast fljótt við og útvega upprunalega íhluti frá Thermia.

Thermia Online

Allar Thermia varmadælur geta nýtt sér Thermia Online, virkni sem gefur færi á fjarstýringu og eftirliti um snjallsíma eða tölvu. Kerfið okkar á netinu sendir þeim sem annast uppsetningu heildstæð greiningargögn og gerir þeim einnig kleift að bregðast hratt við tilkynningum eða opna fyrir rauntíma upplýsingar um afköst kerfisins. Stýring og eftirlit á netinu hámarkar orkunýtingu fyrir eigendur fasteigna sem eiga byggingar á mismunandi stöðum.

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270