Arkitektar og verkfræðingar sem veita ráðgjöf

Allt á einum stað – snjallari lausnir með Thermia

Ef þú vilt fá allar lausnir varðandi hitun í atvinnuskyni, heitt vatn og kælingu á einum stað er leitin á enda. Thermia býr að 50 ára reynslu á sviði varmadæla, hefur framkvæmt fjölda rannsókna og státar af fjölda ánægðra viðskiptavina. Við erum stolt af því að vera það fyrirtæki sem býður heildstætt vöruúrval á markaði varmadæla sem nýttar eru í atvinnuskyni.

Við viljum ekki aðeins selja varmadælur heldur færa notendum heildstæðar orkulausnir. Með Thermia færð þú algjört frelsi til að sérsníða kerfið þitt. Við vinnum með þér við hönnun samþætts kerfis sem mun uppfylla öll markmið þínVið veitum þér stuðning á öllum stigum ferlisins, allt frá upphaflegri hönnun og tæknilýsingu kerfisins og þar til prófun á starfshæfni fer fram og kerfið er afhent endanlegum notanda.

Mikilvægi hönnunar

Mikilvægasti þátturinn við uppsetningu varmadæla er hönnun kerfisins. Þótt varmadæla sé mun skilvirkari og umhverfisvænni er hún ekki eins einföld og olíu- eða gashitari og skilvirknin er mun háðari hönnun kerfisins. Það er vegna þess að skilvirkni varmadælu er nátengd vinnsluhitastiginu. Því lægra sem vinnsluhitastigið er í lagnakerfinu, hitagjöfum, gólfhitun o.s.frv., þeim mun meiri er skilvirknin. Til að kerfið þitt geti starfað við lægsta hugsanlega hitastig þarf að huga vandlega að hönnun sérhvers hluta kerfisins. Þannig eru þættir á borð við stærð lagna, eftirlitsaðferðir, hönnun gólfhitunar eða hitagjafa  afar mikilvægir.

Á grundvelli meira en 50 ára reynslu höfum við hjá Thermia þróað okkar eigin kvörðunarhugbúnað sem nefnist HPC 2.0 (Heat Pump Calculator, varmadælureiknir). Með hliðsjón af veðurfari á notkunarsvæðinu, varmatregðu, styrk glerjunar, kröfum um upphitun og kælingu og aðferð til hitadreifingar gerir HPC 2.0 okkur kleift að velja varmadæluna eða -dælurnar sem eiga best við og að áætla árlegan kostnað við að reka kerfið.

Hannaðu þitt eigið hitakerfi á netinu

Auðveldaðu og hraðaðu hönnunarferlinu með Thermia System Solution Generator.

Hönnun hitakerfa getur tekið mikinn tíma og verið ruglingsleg. Hvort sem þú ert að byggja hús eða að endurnýja fyrirliggjandi hitakerfi á heimilinu, þá getur verið erfiðleikum bundið að finna út hvaða hitakerfi uppfyllir þarfir þínar best.

Með notkun Thermia System Solution Generator er auðvelt að hanna sitt eigið hitakerfi með Thermia varmadælu. Þú getur valið á milli upphitunar eingöngu, upphitun á neysluvatni eða bætt við upphitun á potti eða sundlaug eða kælingu. Þú getur jafnvel bætt við fleiri heitavatnskútum eða viðbótarhitun. Best af öllu er að þegar hönnun kerfisins er lokið þá færðu sjálfkrafa lista yfir alla hluta kerfisins.
System Solution Generator á netinu hefur tvo meginkosti: 1) hröð og einföld hönnun á kerfinu og 2) mynd af hitakerfinu samþykkt af Thermia. Með System Solution Generator er auðvelt að hanna hvað sem er allt frá hitakerfum í einbýlishús til stórra hótela eða fjölbýlishúsa.

System Solution Generator – vinnur hraðar og snjallar, núna!

Með Thermia er hægt að sérsníða alla hluta búnaðarins

Okkar endingargóði og hagnýti hágæðaaukabúnaður frá Thermia er hannaður til að standast fullkomna prófun á starfshæfni og búa til sérsniðið kerfi sem er hannað sérstaklega með þarfir þínar í huga. Þar að auki er allur aukabúnaður okkar prófaður og sannreyndur við raunnotkun í hitakerfum.

Hvort sem við þurfum að útvega staka aukahluti og aukalega hitun eða afhenda sameinað og að fullu samþætt upphitunar-/kælikerfi býður Thermia óvenju sveigjanlegar lausnir. Ef þú þarft mikið magn af heitu vatni eða forðakúta bjóðum við úrval kúta sem samrýmast varmadælum okkar fyllilega. Allir kútarnir okkar hafa verið þaulprófaðir með hliðsjón af notkun í atvinnuskyni í krefjandi loftslagi Norður-Evrópu.

Þjálfun og aðgangur að heimildum

Við viljum tryggja að uppsetning, prófun og viðhald á varmadælum okkar samræmist ströngustu viðmiðum. Þess vegna bjóðum við þeim aðilum sem sjá um uppsetningu og verkfræðingum sem veita ráðgjöf aðgang að heimildum og þjálfun í hæsta gæðaflokki í iðnaðinum til að sýna fram á hvernig megi ná fram hámarkshagræði og skilvirkni með hverju Thermia-kerfi.

Þó að varmadælur virki á svipaðan hátt og ísskápur þarf flókinn tæknibúnað og sérfræðiþekkingu til að setja upp jarðvarmakerfi. Við hjá Thermia höfum tekið saman víðtæk tæknigögn til að styðja við þetta ferli, allt frá því einföldum uppsetningarleiðbeiningum yfir í háþróaðar kerfislausnir.

Á eftir réttri kvörðun er viðeigandi prófun á starfshæfni næst mikilvægasta þrepið í ferlinu til að fá áreiðanlegt og vandkvæðalaust orkukerfi sem mun starfa á skilvirkan hátt á komandi árum.

Varmaprófanir – orkusöfnun úr jörðu, metra fyrir metra

Við hönnun á upptökubúnaði til notkunar í jarðvegi fyrir varmadælukerfi Thermia með orkusöfnun úr jörðu er hitaleiðni jarðvegsins lykilatriði. Varmaprófanir eru gerðar til að mæla staðbundna varmaleiðni og einnig til að mæla varmaviðnám uppsettra borholuvarmaskipta. Varmaprófanir eru algeng aðferð til að sérsníða marga jarðvegshitaskipta í borholum þar sem þekking á varmafræðilegum eiginleikum jarðvegs getur gagnast við að koma í veg fyrir að skiptarnir verði of litlir, sem getur leitt til vanvirkni kerfisins, eða of stórir, sem hefur í för með sér óþarfa kostnað.

Í varmaprófunum felast svör við spurningum eins og hversu mikla orku er hægt að fá úr einni borholu og þar af leiðandi hve margar borholur þarf til að anna orkuþörf tiltekinnar byggingar. Þannig gefa varmaprófanir nákvæma mynd af þeim fjölda og dýpt borhola sem og stærð varmadælu sem þörf er á.

Hægt er að nýta varmaprófanir sem viðbót við útreikninga HPC 2.0 í tilteknum verkefnum í atvinnuskyni og þær eru í boði hjá vottuðum samstarfsaðilum Thermia.

Þú vilt fá BREEAM eða LEED, og það viljum við líka

Vistvottunarkerfin BREEAM og LEED fyrir byggingar eru mikilvægustu vottanir Evrópu fyrir sjálfbærar byggingar og þær ná til meira en 75% af öllum markaði vottunar fyrir sjálfbærar byggingar.

Í dag er algengt að í mörgum byggingum séu starfrækt aðskilin kerfi fyrir upphitun, kælingu og heitt vatn. Afleiðing þessa er að gríðarlegt magn orku fer til spillis. Thermia býður mun skilvirkari valkost sem getur annast allt að 70% af orkunotkun byggingar og skilað hámarksorkunýtni, lágmarkað rekstrarkostnað, og dregið úr koltvísýringslosun. Varmadælur gera þér kleift að sinna þrenns konar virkni með einu tæki, og komast þannig á hærra vottunarstig. Þar sem við erum eini tengiliður þinn gerum við þér það auðveldara og kostnaðarhagkvæmara að gera bygginguna umhverfisvænni.

5 ára ábyrgð

Gæði ábyrgða okkar endurspegla þær miklu kröfur sem við gerum í framleiðsluferlum okkar. Thermia Mega er með ábyrgð á öllum starfrænum íhlutum, sem tryggir notanda þægindi og áhyggjuleysi þar sem engin hætta er á óvæntum kostnaði vegna varahluta. Ef þörf er á viðgerðum sem ábyrgðin tekur til mun viðurkenndur endurseljandi bregðast fljótt við og sjá um að útvega upprunalega íhluti frá Thermia.

Thermia Online

Allar Thermia varmadælur geta nýtt sér Thermia Online, virkni sem gefur færi á fjarstýringu og eftirliti um snjallsíma eða tölvu. Kerfið okkar á netinu sendir þeim sem annast uppsetningu heildstæð greiningargögn og gerir þeim einnig kleift að bregðast hratt við tilkynningum eða opna fyrir rauntíma upplýsingar um afköst kerfisins. Stýring og eftirlit á netinu hámarkar orkunýtingu fyrir eigendur fasteigna sem eiga byggingar á mismunandi stöðum.

Forritið Thermia Online er í boði fyrir bæði Android og iPhone.

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270