Kaup á varmadælu – gátlisti

Mat á fyrirliggjandi hitakerfi

Lorem ipsum

Flestir sem skipta um hitakerfi gera það til að lækka hitunarkostnað. Prófaðu að gera kostnaðaráætlun fyrir nokkur ár, til að forðast að óvenjulega mildur – eða harður – vetur skekki heildarmyndina.

Ef þú ætlar að uppfæra hitakerfið þitt skaltu íhuga einfalt og þægilegt kerfi sem notar endurnýjanlegan orkugjafa og ræður við köldustu vetrarnætur.

Miðstöðvarkatlar og olíugeymar taka mikið pláss. Varmadæla þarf innan við hálfan fermetra og losar þannig verðmætt rými.

Lögmálið um varmaupptöku

Lorem ipsum

 

 

Hitun með varmaupptöku úr lofti kallar hvorki á borun né lagnir og er því frábær lausn fyrir fasteignir með takmarkað lóðarými og þar sem verið er að endurnýja búnað að hluta, þ.e. bæta varmadælu við fyrirliggjandi kerfi.

Jarðvarmaorka er áreiðanlegur hitagjafi, en til að nálgast hana eru ein eða fleiri holur boraðar í jörð. Þessi aðferð veldur litlu raski og lítilli sjónmengun í garðinum.

Við söfnun orku úr jörðu er löng leiðsla í lykkjum grafin í jörðina, um það bil metra undir yfirborðinu á lóðinni.

Hitunarþörf og heitavatnsþörf

Lorem ipsum

Við framleiðslu á hita og heitu vatni og við val á varmadælu af réttri stærð skal hafa í huga hver raunþörf notendanna fyrir hitun og heitt vatn er.

Ef þörfin er hófleg getur 180 lítra heitavatnskútur með innbyggðum vatnshitara dugað, með valkosti um að bæta við öðrum kút ef þess gerist þörf. 55–60 °C er nægilega hátt hitastig.

Varmadæla sendir hita í miðstöðvarofna og gólf.

Kæling – þægindi árið um kring

Lorem ipsum

Varmadæla sem safnar orku úr jörðu getur einnig nýst til kælingar innanhúss.

Með því að láta kaldan vökva renna í hringrás í lokuðu kerfi fæst kæling sem kostar álíka mikið í notkun og tvær ljósaperur. Þetta er kallað kæling með hringrásardælu og þá aðferð má nota í öllum varmadælubúnaði sem safnar orku úr jörðu.

Ef kæling með hringrásardælu dugar ekki alveg er hægt að fá aukna kælingu með því að nota varmadælu með þjöppu.

Samkeppnishæf afköst varmadælu

Lorem ipsum

Nýtnistuðull (Coefficient of Performance, COP) er mælikvarði á getu varmadælunnar til að framleiða hita miðað við orkuna sem þarf til upptöku hans. COP 4 merkir til dæmis að til að framleiða 4 kílóvött af varmaorku þarf 1 kílóvatt af rafmagni.

Það segir þó ekki alla söguna. Með því að mæla nýtnistuðul við sértæk prófunarskilyrði, án þess að reikna út orkunotkun allra íhluta kerfisins (t.d. hringrásardælanna), er hægt að reikna út gildi sem virðast mjög áreiðanleg.

Raunmælikvarðinn kallast árstíðamiðaður nýtnistuðull (Seasonal Coefficient of Performance, SCOP). Mælikvarðinn tekur mið af öllu árinu, þar á meðal heitasta og kaldasta tímabilinu, sem og framleiðslu á heitu vatni. Meðal annarra mæliþátta sem hafa áhrif á heildarniðurstöðuna má nefna stærð hússins, landfræðilega staðsetningu og fjölda íbúa. Munurinn á nýtnistuðli (COP) og árstíðamiðuðum nýtnistuðli (SCOP) getur verið mjög mikill.

Slíka mælingu færir þér, sem húseiganda, nákvæmast mynd af skilvirkni varmadælu.

Stærð og áætlaður sparnaður

Lorem ipsum

Stór varmadæla kostar meira en rekstarkostnaðurinn er minni, og öfugt. Með því að velja rétta stærð fæst rétta jafnvægið milli stofnkostnaðar og rekstrarkostnaðar.

Með uppsetningu á skilvirkri varmadælu má lækka hitunarkostnaðinn um 50–75% miðað við eldri hitakerfi. Meðal þess sem hefur áhrif á niðurstöðurnar er ástand hússins, hitakerfið og hitastigið og veðurfarið utandyra, sem og sveiflur í verðlagi fyrir orkuna sem verið er að nota.

ATH.! Góð varmadæla hækkar verðgildi hússins þíns.

Kostnaður

Lorem ipsum

Gerðu samanburð á kostnaði við uppsetningu á varmadælu og hefðbundnum hitabúnaði (rafkyndingu): Varmadæla borgar sig upp á mjög skömmum tíma ef tekið er tillit til þess munar á kostnaði sem er við kaup á varmadælu annars vegar og hefðbundnum hitabúnaði (rafkyndingu) hins vegar, endurgreiðslu virðisaukaskatts (heimili) og eingreiðslu ríkisins á þeirri niðurgreiddu orku sem sparast við kaup á varmadælunni.

Ódýrari gerðir varmadæla eiga að geta skilað nægilega mikilli orku til að hita heimilið þitt. Lágt innkaupsverð getur freistað, en mikill rekstrarkostnaður er fljótur að gleypa þann sparnað. Varmadæla er hluti af heildarhitakerfinu, en til þess teljast einnig dreifingarkerfi hitunar og orkugjafi í jörð.

Lykillinn að góðum árangri er að velja vandaða vöru og áreiðanlegan verktaka með sérþekkingu til að stýra verkinu og annast uppsetninguna frá byrjun til enda.

Að sölu lokinni

Lorem ipsum

Að öllu óbreyttu ætti varmadæla að ganga allt árið án þess að þurfa nokkurt viðhald. Þá sjaldan að einhvers viðhalds gerist þörf er mikilvægt að hafa áreiðanlegan söluaðila til aðstoðar.

Þegar þú skoðar vöruábyrgðina skaltu ekki láta lengd ábyrgðartímabilsins trufla þig, heldur skoða vel hvað ábyrgðin nær yfir. Það er mikilvægt að tryggingin nái yfir vöruna í heild, en ekki aðeins þjöppuna.

Biddu um að fá netaðgang, en með honum getur þú hækkað eða lækkað hitastigið á heimilinu þegar þú ert á leið heim aftur úr fríi eða viðskiptaferð.

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270