Hvað getur ein varmadæla fært þér?

Upphitun

Lorem ipsum

Varmadæla er ein hagkvæmasta lausnin sem völ er á til að mæta öllum þörfum þínum fyrir upphitun innandyra. Það er líka afar umhverfisvænt að nýta uppsafnaða sólarorku.

Vatn er algengast í evrópskum hitakerfum. Slík kerfi eru oftast byggð á miðstöðvarofnum og gólfhitun með vatni. Úttakshitastig vatnsdreifikerfisins er yfirleitt 30–35 °C fyrir gólfhitun og 45–55 °C fyrir miðstöðvarofna.

Hvort sem um er að ræða nýbyggingu eða uppgert hús tryggja varmadælur frá Thermia frábæra upphitun, sama hvaða hitastig hitakerfið gerir kröfu um.

Dýrmæt framleiðsla á heitu vatni

Lorem ipsum

Um það bil 20% af þeirri orku sem varmadæla notar fer í að framleiða heitt vatn. Það er lykilatriði að heitavatnsframleiðslan sé nægilega mikil til að sinna þörfum heimilisins og því þarf að gæta þess að varmadælan sé af réttri stærð.

Framleiðsla á heitu vatni verður sífellt fyrirferðarmeiri í orkuþörf heimila (vatnsnotkun eykst og heimili eru almennt betur einangruð) og þar af leiðandi er gífurlega mikilvægt að hægt sé að framleiða heitt vatn með eins áreiðanlegum og skilvirkum hætti og unnt er.

Enginn vill þurfa að bíða eftir heita vatninu og því þarf framleiðslan að vera hraðvirk. Allt þarf þetta svo að gerast með sem allra minnstum rekstrarkostnaði. Það er einnig lykilatriði að varmadælan sé með kerfi sem lágmarkar hættuna á vexti baktería.

Thermia hefur þróað tæknilausn sem framleiðir í skyndi gífurlegt magn af heitu vatni, án þess að þurfa viðbótarorku: TWS – Tap Water Stratification, eða „lagskiptingu kranavatns“, og hitara sem nota HGW – Hot Gas Water, eða „hitun vatns með heitu gasi“.

Til að tryggja þægindi er einnig mikilvægt að heitavatnskúturinn sé fljótur að fyllast á ný og að vatnið hitni fljótt.

Að kæla heimilið þitt

Lorem ipsum

Allar varmadælur, nema varmadælur sem safna orku úr lofti, geta sem stendur kælt hús með hringrásardælu og mjög litlum kostnaði. Það er vegna þess að kæling með hringrásardælu krefst ekki meiri orku en sem þarf til að kveikja á tveimur ljósaperum.

Ef kæling með hringrásardælu dugar ekki til geta varmadælur frá Thermia framleitt viðbótarkælingu með þjöppu.

Þetta er oft mun skilvirkara en önnur kerfi á markaðnum, sem eru með sérstökum loftkælingarbúnaði.

Láttu varmadæluna um að hita upp heita pottinn

Lorem ipsum

Ef þú ert að leita að hagkvæmri leið til að hita upp heita pottinn ættirðu að íhuga varmadælu.

Þú getur haft ýmsar ástæður til að fá þér heitan pott – sem leikvöll fyrir fjölskylduna, til líkamsræktar, til skemmtunar og jafnvel sem meðferðartæki. En líklega veistu nú þegar að ef þú getur ekki hitað pottinn upp er hann oftast of kaldur til að þú getir notið hans, einkum á vorin og á haustin

Með því að hita upp pottinn geturðu notið hans á öllum árstímum, árið um kring, og þannig nýtt betur þessa fjárfestingu.

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270