Nútímaleg heilsulind nýtur góðs af umhverfisvænni tækni

Verið velkomin í innstu fylgsni heimsminjasvæðis Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna „Aletsch-Jungfrau“

Kerfi með litla kolefnislosun í heilsumiðstöð

Aletschspa er nýjasti hluti Alex hótelsins og er að öllu leyti helguð aðstöðu sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Þar er 80 m2 sundlaug og margar leiðir í boði fyrir slökun, allt frá vinnuvistfræðilega mótuðum baunapúðunum til loftfylltu „aqua rondo“ vatnsstöðvarinnar. Í rúmgóðri sundlauginni er nóg pláss til að iðka vatnsleikfimi. Börn geta leikið sér og svamlað í kringum litla gosbrunninn í aðskildu barnasundlauginni.

„Því má þakka nútímalegu og skilvirku jarðvarmaorkukerfinu frá Thermia að í nýju Aletschspa heilsulindinni er hægt að sinna gestum í þeirri fullvissu að þeir séu að fara vel með umhverfið og spara peninga.“ Milos Bill, framkvæmdastjóri, eta Group

Aletschspa er hituð með tveimur álagsstýrðum Thermia Mega varmadælum með orkusöfnun úr jörðu með hitunargetu sem nemur 14-59 kW. Grunnvatn sem er um 10°C heitt er orkugjafi varmadælunnar. Hitakerfið sér um gólfhitun sem og hitun sundlaugar og flotlaugar. Kæling (loftræsting) fer fram með óbeinni kælingu, sem þýðir að orkan sem er notuð til að kæla niður aðstöðuna kemur úr grunnvatninu.
Heitt vatn til heimilisnota kemur úr fyrirferðarlítilli varmaflutningsstöð sem er sett upp á einum tankinum. Rafkerfismegin er notað hringrásað (endurnýtt) heitt vatn til að hita hreina vatnið til heimilisnota. Kosturinn við þetta er að með því að sameina áriðilstæknina, varmaflutningsstöðina og heitagastæknina fæst meira heitt vatn við hærra hitastig. Þannig verður heitavatnstankur óþarfur og engin hætta verður á að legíónellusýklar valdi vandræðum þar sem allt heitt vatn er framleitt „á alveg réttum tíma.“

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270