Leirvörur og jarðvarmatækni

Nútíma leirflísalagningarvörur og jarðvarmatækni í einni byggingu

Butech – heldur fast við umhverfisvænar skuldbindingar sínar

Butech var stofnað 2001 sem hluti af fyrirtækjasamstæðunni Porcelanosa Group með það að markmiði að styðja við störf alls fagfólks á sviði leirflísalagninga. Fyrirtækið býður mikið úrval af efnivið og byggingarkerfum til að mæta þörfum húseigenda, sérfræðinga í uppsetningu, byggingarfólks og arkitekta.

„Með umhverfisvæn grunngildi sín að leiðarljósi ákvað Butech að nota jarðvarmaorku til upphitunar og kælingar.Árangurinn var glæsilegur: 75% orkusparnaður

Orkunýting, þægindi og metnaður til að minnka umhverfissporið

Meðal þess sem fyrirtækjasamstæðan vil gera er að vera í forystu þegar kemur að því að setja á markað frumlegar, umhverfisvænar afurðir og aðferðir. Porcelanosa Grupo er vel kunnugt um mikilvægi orkusparnaðar og orkunýtni við nýtingu auðlinda, og fjárfestir því stöðugt til að bæta aðstöðu sína. Árið 2008, ákvað Butech að byggja nýjar höfuðstöðvar, skrifstofu og sýningarsal. Með umhverfisvæn grunngildi sín að leiðarljósi ákvað Butech að nota jarðvarmaorku til upphitunar og kælingar.

„Metnaður viðskiptavinarins til nýsköpunar og lausnirnar sem Thermia býður upp á gerðu Butech á Spáni kleift að vera fyrst til að nota hágæða jarðvarmakerfi“, útskýrði Miguel Madero Wage, forstöðumaður hjá Girod Geotermia.

Höfuðstöðvar Butech ná yfir 3.200 m2 og í þeim er jarðvarmakerfi með 36 borholum sem eru 120 metra djúpar og knýja hita-, loftræsti- og loftjöfnunarkerfi byggingarinnar allt árið. Upphitu og kæling fæst með sjö aðskildum varmadælum með orkusöfnun úr jörðu þar sem ein dæla stjórnar hinum.

Árleg orkuþörf var 462.805 kílóvattsstundir og heildar raforkunotkun búnaðarins var 116.870 kílóvattsstundir. Þetta jafngildir afkastastuðli tímabils sem nemur 3,96 og sparnaðurinn sem þannig fæst er 345.935 kílóvattsstundir á ári, sem er 74,75% orkusparnaður.

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270