Stórar byggingar – frásagnir

Stórar byggingar

Thermia viðskiptavinir segja sögur sínar

 • Haft var samband við Thermia sem aðstoðu við hönnun á kerfinu. Ákveðið var að setja upp Thermia Solid Eco vatn í vatn jarðvarmadælu í félagsheimilið. Notast var við rör frá MuoiviTech sem eru sérstaklega hönnuð fyrir varmadælur og ná meiri orku úr jarðveginum og létta dælinguna. Plægðir voru um 1200 metrar af lögnum niður í sandfjöruna við Klifið sem er skemmtilegt dæmi um frumkvöðla starfið í Ólafsvík.

  Félagsheimilið í Ólafsvík

  Vorið 2017 leituðu fulltrúar Snæfellsbæjar til Verklagna ehf. vegna fyrirhugaðra kaupa á varmadælu í félagsheimilið Ólafsvík. Þeir höfðu áður gert tilraun með varmadælu frá öðrum söluaðila en reynslan af þeirri dælu var ekki góð.

  Þeir leituðu því til Verklagna ehf. enda höfðu þeir góða reynslu af varmadælunni sem starfsmenn fyrirtækisins höfðu selt þeim og sett var upp í sundlauginni í Ólafsvík.

 • Skoðað var hvernig væri hægt að ná sem bestri nýtingu úr varmadælunum og keyra varmadælur á öllum hitakerfunum. Þetta er fyrsta verkefnið þar sem Thermia notar 4°C kalt vatn til orkusöfnunar fyrir heila sundlaug.

  Sundlaugin í Ólafsvík

  Á árinu 2014 voru þrjár Thermia Robust jarðvarmadælur (vatn í vatn) settar upp í sundlauginni í Ólafsvík en þær sjá um að hita upp sundlaugina, heitu pottana, vaðlaugina, allt neysluvatn og loftræstikerfið.

  Mikil vinna fór í undirbúning að uppsetningu varmadælanna og unnu starfsmenn Verklagna ehf. náið með verkfræðistofunni Feril að hönnun á hitakerfinu auk þess sem þeir nutu aðstoðar frá hönnuðum Thermia.

 • Plægðir voru niður 2000 metrar af Muovitech 40mm turbo lögnum í jarðveginn. Lagnirnar voru staðsettar á svæði þar sem sjaldan festir snjó í von um að njóta góðs af þeim varma sem kynni að vera í jörðinni. Hitatúpan er nýtt áfram sem varaflgjafi með varmadælunni. Thermia Mega jarðvarmadælan hefur annað öllum hitaþörfum meðferðarheimilisins í Krýsuvík hingað til og dregið verulega úr orkunotkun á staðnum en áætlaður orkusparnaður er um 250.000 kWs á ári.

  Meðferðarheimilið í Krýsuvík

  Krýsuvíkursamtökin leituðu til Verklagna ehf. um ráðgjöf og aðstoð vegna mikils kostnaðar við upphitun á húsnæði samtakanna í Krýsuvík. Stór og mikil rafmagns hitatúpa sá um að hita upp húsnæði samtakanna en hún er staðsett töluvert langt frá húsinu sjálfu og þurfti því að einnig að setja varmadælu þar og flytja orkuna frá henni langa leið að húsnæðinu.

  Leitað var eftir aðstoð frá Thermia við hönnun nýs hitakerfis í húsnæðið. Gerð var tillaga að einfaldri og hagkvæmri lausn sem dregið gæti verulega úr orkunotkun á staðnum. Sett var upp Thermia Mega jarðvarmadæla (vatn í vatn) sem er sérhönnuð fyrir stórar byggingar.

 • Belcotec útfærði Willis bygginguna sem nýsköpunarmiðstöð til eigin nota. „Við nefndum hana eftir manninum sem fann upp loftræstinguna, Willis Carrier,“ útskýrði Jan Vangeel, forstjóri Belcotec, og bætti við: „Við vildum gefa yfirlýsingu með okkar eigin byggingu. Orkustigið er 28, sem er afar lágt fyrir skrifstofubyggingar.

  Willis-byggingin - engin koltvísýringslosun

  Belcotec er fyrirtæki sem setur upp hita-, loftræsti- og loftjöfnunarkerfi, sérhæfir sig í útfærslu hágæðabúnaðar og skilar sérsniðnum lausnum til hitunar, loftræstingar og hreinlætisaðstöðu í atvinnuhúsnæði. Clevr er fyrirtæki sem annast uppsetningu fyrir húseigendur og fólk sem byggir eigið húsnæði. Belcotec og Clevr hafa sameinað krafta sína og skapað svolítið alveg einstakt. Styrkurinn sem þau sóttu til hvors annars og sameinuð framtíðarsýn þeirra leiddi til Willis-verkefnisins. Ofurnútímaleg bygging sem eflir nýsköpun og sjálfbærni.

  Willis byggingin er meira en bara skrifstofuhúsnæði: hún er opið svæði með ólíkum vinnusvæðum þar sem til verður andrúmsloft veitir innblástur til nýsköpunar. Fjölvirkni, þægindi, skýrleiki og aðlögunarhæfni eru lykilorðin sem lýsa hönnun hennar.“ - Charlotte Ooms, arkitekt, Archiles Architecten

 • Aletschspa er hituð með tveimur álagsstýrðum Thermia Mega varmadælum með orkusöfnun úr jörðu með hitunargetu sem nemur 14-59 kW. Grunnvatn sem er um 10°C heitt er orkugjafi varmadælunnar. Hitakerfið sér um gólfhitun sem og hitun sundlaugar og flotlaugar. Kæling (loftræsting) fer fram með óbeinni kælingu, sem þýðir að orkan sem er notuð til að kæla niður aðstöðuna kemur úr grunnvatninu.

  Nútímaleg heilsulind nýtur góðs af umhverfisvænni tækni

  Aletschspa er nýjasti hluti Alex hótelsins og er að öllu leyti helguð aðstöðu sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Þar er 80 m2 sundlaug og margar leiðir í boði fyrir slökun, allt frá vinnuvistfræðilega mótuðum baunapúðunum til loftfylltu „aqua rondo“ vatnsstöðvarinnar. Í rúmgóðri sundlauginni er nóg pláss til að iðka vatnsleikfimi. Börn geta leikið sér og svamlað í kringum litla gosbrunninn í aðskildu barnasundlauginni.

  Því má þakka nútímalegu og skilvirku jarðvarmaorkukerfinu frá Thermia að í nýju Aletschspa heilsulindinni er hægt að sinna gestum í þeirri fullvissu að þeir séu að fara vel með umhverfið og spara peninga.“ Milos Bill, framkvæmdastjóri, eta Group

 • Hótelið og heilsulindin eru hituð með varmadælum með orkusöfnun úr jörðu frá Thermia. 18 Robust varmadælur með 715 kW heildarvinnslugetu hita, kæla og veita heitu vatni til hótelherbergja, heilsulindarinnar, skrifstofa, verslana og íbúða, alls 24.000 m2 svæði.

  Nútímaleg heilsulind með umhverfisvænu hitakerfi

  Strömstad Spa er hótel í hæsta gæðaflokki með 232 herbergjum og allri stórri og vel búinni heilsulind.Heilsulindin nær yfir 2.000 fermetra á tveimur hæðum. Hún er eina Decléor Flagship heilsulindin í Norður-Evrópu og þar má fá flestar tegundir meðhöndlunar og afurða sem venjulega eru í boði í heilsulindum.

  Hótelherbergi, heilsulind, skrifstofur, verslanir og íbúðir, alls 24.000 m2, allt hitað með Thermia varmadælum.

 • Klúbburinn hefur nú verið innréttaður upp á nýtt og býður meðlimum sínum, innlendum sem erlendur, ýmiss konar þjónustu í hæsta gæðaflokki, m.a. einkatíma í tennis og vaxtarrækt, aðstöðu til iðkunar hitajóga og crossfit-æfinga, 25 metra sundlaug, líkamsræktarsal, herbergi fyrir jóga, pilates, spinning, pétanque, klifurvegg, heilsulind, slökunarsvæði, snyrtistofur, fundarherbergi og veitingastað.

  Palma Club nýtur góðs af endurnýjanlegri lausn

  Palma Sport & Tennis Club, áður Mallorca Tennis, var fyrst stofnaður árið 1964. Húsið er hannað af hinum rómaða arkitekt Francesc Mitjans, sem er fæddur í Barcelona, en hann teiknaði hinn þekkta Camp Nou fótboltavöll og margar aðrar frægar byggingar á Spáni.

  Því má þakka nútímalegu og skilvirku jarðvarmaorkukerfinu frá Thermia að í Palma Sport & Tennis Club er hægt að sinna gestum í þeirri fullvissu að þeir séu að fara vel með umhverfið og spara peninga,“ sagði Miguel Madero Wage, forstöðumaður hjá Girod Geotermia.

 • Meðal þess sem fyrirtækjasamstæðan vil gera er að vera í forystu þegar kemur að því að setja á markað frumlegar, umhverfisvænar afurðir og aðferðir. Porcelanosa Grupo er vel kunnugt um mikilvægi orkusparnaðar og orkunýtni við nýtingu auðlinda, og fjárfestir því stöðugt til að bæta aðstöðu sína.

  Leirvörur og jarðvarmatækni

  Butech var stofnað 2001 sem hluti af fyrirtækjasamstæðunni Porcelanosa Group með það að markmiði að styðja við störf alls fagfólks á sviði leirflísalagninga. Fyrirtækið býður mikið úrval af efnivið og byggingarkerfum til að mæta þörfum húseigenda, sérfræðinga í uppsetningu, byggingarfólks og arkitekta.

  Með umhverfisvæn grunngildi sín að leiðarljósi ákvað Butech að nota jarðvarmaorku til upphitunar og kælingar.Árangurinn var glæsilegur: 75% orkusparnaður

 • Gamla hitakerfið var að grunni til þrír katlar knúnir með brennslu eldsneytisköggla auk eins ketils til vara sem kyntur var með olíu. Varma er aðallega dreift um skólann með hefðbundnum hitagjöfum og að minna leyti með því að hringrása vatni eða gufu til gólfhitunar. „Áður fyrr áttum við jafnvel í vanda með hitastillingu innanhúss,“ útskýrði Mattias Berg, tæknistjóri skólans.

  Grunnskóli nýtur góðs af varmadælum

  Grunnskólinn í Edane er 15 km austur af Arvika, Värmland í Svíþjóð. Um 100 börn ganga í skólann, forskólanemar og allt upp í sjöttu bekkinga. Skólalóðin er rúmgóð og malarvöllur er notaður til fótboltaiðkunar og annarra leikja. Á veturna breytist svæðið í skautasvell. Skólinn í Edane tilheyrir sveitarfélaginu Arvika.

  „Núna höfum við áreiðanlegt, frumlega hannað kerfi sem mun endast árum saman og við áætlum að draga mun úr orkunotkun sem nemur um 40 megavattsstundum á ári,“ bætti Per-Inge Andersson, forstöðumaður menntunarstofnana í Arvika við.

 • Allt frá upphafi var það ætlun fjárfestisins að nota endurnýjanlega tækni til að hita og kæla bygginguna. Íbúðirnar voru búnar gólfhitun og -kælingu.

  Orkunýtnar íbúðir á Ítalíu

  Ný 68 íbúðarblokk hefur verið byggð í Trento á Norður-Ítalíu og ætlunin er að leigja út sumar íbúðirnar og selja aðrar. Byggingin er staðsett hjá Monte Capuccini, gamalli grjótnáma í borginni Trento.

  Jarðvarma- og sólarorkan sem nýtt er í Cappuccini íbúðunum mun tryggja að lengi verður vísað til þeirra sem fyrirmyndar að því er varðar skilvirkni, orkusparnað og umhverfislega sjálfbærni.“

 • Húsnæðisstofnunin valdi að ráðast í fullar endurbætur, sem hafði í för með sér að fjarhitun var algjörlega skipt út fyrir jarðvarmaorku. Hitun fer nú fram með þremur Mega álagsstýrðum varmadælum með orkusöfnun úr jörðu sem hver um sig er með afkastagetu sem nemur 88 kW.

  Thermia Mega endurnýjanlegur orkugjafi – skynsamlegur valkostur

  HSB Fabriken (Hyresgästernas sparkasse- och byggnadsförening och fabriken) er húsnæðisstofnun í Arvika, bæ í Vermland í Svíþjóð. Stofnunin hefur á snærum sínum 11 byggingar sem byggðar voru um miðjan níunda áratuginn og eru heimili u.þ.b. 200 manns. Íbúðahverfið í heild sinni samanstendur af íbúðum sem eru um 8.600 m2 og öðrum svæðum, t.d. bílskúrum o.þ.h., sem eru 1.400 m2. Hækkandi kostnaður við fjarhitun var helsta ástæða þess að íbúarnir fóru að leita nýrra hitunarlausna.

  Allir leigjendur njóta nú hlýju og þæginda á veturna og húsnæðisstofnunin getur sparað allt að 65.000 evrur á hverju hitunartímabili.“

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270