Varmadælan sér um að halda húsinu heitu ásamt því að anna öllu neysluvatni í sturtur og hefur rúmlega 20 manna gönguhópur dvalið þarna og var nægilegt heitt vatn fyrir allan hópinn. Fyrst um sinn var varmadælan ekki á sér mæli en það breyttist árið 2014. Á fjórum árum, það er frá 26. apríl 2014 til 1. maí 2018 notaði varmadælan 40.107 kWs eða 10.107 kWs að meðaltali á ári.