Húseigendur – frásagnir

Húseigendur

Thermia viðskiptavinir segja sögur sínar

 • Varmadælan sér um að halda húsinu heitu ásamt því að anna öllu neysluvatni í sturtur og hefur rúmlega 20 manna gönguhópur dvalið þarna og var nægilegt heitt vatn fyrir allan hópinn. Fyrst um sinn var varmadælan ekki á sér mæli en það breyttist árið 2014. Á fjórum árum, það er frá 26. apríl 2014 til 1. maí 2018 notaði varmadælan 40.107 kWs eða 10.107 kWs að meðaltali á ári.

  Fjörður í Lóni

  Fjörður í Lóni er staðsettur austur af Höfn í Hornafirði. Á staðnum er 400 fm íbúðarhús með þremur baðherbergjum. Gólfhiti er í íbúðarhlutanum og ofnar í bílskúr. Verklagnir ehf. seldu eigendum Thermia Diplomat Optimum G3 einsfasa. 12kW varmadælu, sem er útbúin heit gas tækni (HGW) en sú tækni margfaldar afkastagetu varmadælunnar á heitu neysluvatni með því að nýta þann umframhita sem til verður við framleiðslu á heitu vatni án aukakostnaðar.

  Plægðir voru niður 800m af Muovitech rörum til orkusöfnunar fyrir varmadæluna.

 • Ákveðið var í samráði við hönnunardeild Thermia að setja upp sér varmadælu við hvert hús. Fyrir valinu urðu Thermia iTec loft í vatn varmadælur en þær eru með mjög háan nýtnistuðul (COP) sem tryggir mesta hugsanlega orkusparnað auk þess sem búnaðurinn er einstaklega hljóðlátur og auðveldur í notkun.

  Norður Foss í Vík

  Black Beach Suites er nýr gistitaður á Suðurlandi. Hann er staðsettur að Norður Fossi við Vík í Mýrdal. Þar er í dag rekið íbúðahótel með 20 stúdíóíbúðum í fimm húsum.

  Eigendur Black Beach Suites leituðu til Verklagna ehf. um aðstoð við að hita upp húsin og neysluvatnið.

 • "Ég hef verið með varmadælu frá Thermia síðan 1983. Árið 2011 var svo komið að það þurfi að gera við hana sökum aldurs. Ekki þótti ráðlegt að ráðast í kostnaðarsamar viðgerðir á gömlu dælunni og hafði ég því samband við Verklagnir ehf. og pantaði nýja Thermia varmadælu." Allt var til fyrirmyndar og virkar hún mjög vel. Orkusparnaður hefur aukist verulega með nýrri og fullkomnari varmadælu.

  Hofstaðir í Mývatnssveit

  Fyrsta Thermia varmadælan var sett upp á Hofstöðum við Mývatn á árinu 1983 til upphitunar á íbúðarhúsinu og neysluvatninu. Á árinu 2011 var sett upp ný Thermia Diplomat varmadæla í stað þeirrar gömlu sem búin var að endast í 28 ár og skila ábúendum miklum orkusparnaði.

  Mynd. Gunnlaugur Jóhannesson Verklagnir ehf. (Umboðsaðili Thermia) og Ásmundur Jónsson viðskiptavinur.

 • Jarðvarmadælan hitar upp allt húsið og heita pottinn auk þess sem hún sér íbúum fyrir heitu neysluvatni allt árið um kring.

  Heiðarlækur í Rangárþingi eystra

  Á árinu 2010 seldu Verklagnir ehf. Thermia Diplomat Inverter jarðvarmadælu (vatn í vatn) í 200 fm frístundahús að Heiðarlæk í Rangárþingi eystra. Orkan er sótt í læk sem rennur skammt frá húsinu. Eigandi frístundahússins tók einnig Thermia loft í vatn dælu fyrir vélageymslu sem stendur skammt frá húsinu.

  Hingað til hefur kerfið reynst mjög vel, einfalt í notkun og ekkert viðhald. Fyrirferð allra tækja er lítil miðað við afköst ásamt því að tækin eru mjög hljóðlát sem er stór kostur í sveitinni. Öll tilboð stóðust og vinna Verklagna var til fyrirmyndar, bæði lagning og umgengni ásamt kennslu á kerfið. Gef ég þeim félögum bestu meðmæli.”

 • Húseigandinn skoðaði alla valkosti vandlega og ákvað að nota Thermia. Kerfið sem Atlas Trading lagði til byggðist á Thermia Diplomat Optimum G3 8 kW varmadælu með orkusöfnun úr jörðu sem er með einingu fyrir óbeina kælingu og uppfyllti allar kröfurnar í framkvæmdunum.

  Afköstin eru sönnunin

  Fjárfestirinn var að byggja nýtt hús og ákvað að nota endurnýjanlegan orkugjafa. Í húsinu er 235 m² íbúðarrými og það er staðsett í bænum Domžale í miðri Slóveníu, þaðan sem hægt er að komast til Ljubljana eða Alpanna á u.þ.b. 15 mínútum. Húseigandinn fékk mjög góðar upplýsingar um mismunandi gerðir endurnýjanlegra orkugjafa og einnig um orkuþörf nýja heimilisins. Í kjallaranum er heilsulind með gufubaði, líkamsræktartækjum og nuddpotti, sem þarf að hita allt árið.

  „…á endanum tókst okkur að uppfylla óskir húseigandans og útvega allar tegundir virkni sem beðið var um. Því má bæta við að þegar við mældum afkastastuðul tímabils aftur þremur árum síðar var hann 4,17 – frábær árangur.“ – Yasin Jodeh, tæknistjóri Atlas Training d.o.o.

 • Margar byggingarnar í Uuesalu eru tvíbýli eða raðhús sem voru byggð á síðustu fimm árum. Verktakinn ákvað að nota umhverfisvænan byggingarstíl í Uuesalu, til samræmis við umhverfið á svæðinu – öll heimilin eru timbur- eða steinklædd og flest á aðeins einni hæð.

  Hitun með lítilli kolefnislosun

  Uuesalu er íbúðabyggð í aðeins 8 km fjarlægð frá miðbæ Tallinn. Hamingjuríkt heimilislíf, kyrrsæld og vinalegir nágrannar eru aðeins hluti af lýsingunni á andrúmsloftinu sem ríkir meðal íbúanna í Uuesalu. Hverfið er mjög vinsælt meðal ungs fólks og hjóna með börn, því að á svæðinu er að finna rúmgóðar eignir á stórum lóðum, nóg af gróðri og vel skipulagða innviði.

  „...við sáum myndirnar af húsinu og vorum strax stórhrifin! Það var ekki bara byggingarstíllinn og efniviðurinn sem hreif okkur heldur líka jarðvarmahitunin,“

 • Günter Oldigs býr í húsi fyrir eina fjölskyldu ásamt Angeliku og tveimur köttum. Í september 2014 ákvað hann að bæta orkunýtni eigin heimilis með því að bæta við einangrun á efri hæðinni og þaksvæðinu, ásamt því að breyta hitakerfinu.

  Thermia Atec – það sem fagfólkið kýs

  Günter Oldigs er ráðgjafi með vottun og heimildir frá fjölda ólíkra orkufyrirtækja og -samtaka í Þýskalandi, þ.m.t. BAFA, DENA, DEN e.V. og GIH-Nord e.V. Hann veitir húseigendum og byggingarfólki ráðgjöf varðandi möguleika á orkusparnaði, bestu orkunotkun, umhverfisvæna orkubera og val á viðeigandi búnaði, kerfum, efniviði og mælikvörðum.

  Með Atec varmadælu með orkusöfnun úr lofti frá Thermia get ég sparað 2.170 kg af CO2 á hverju hitunartímabili. Það er 51% lækkun frá gamla hitakerfinu mínu. Ég er ánægður með það að ég spara ekki bara augljóslega peninga heldur get ég líka lagt mitt af mörkum til að gera heiminn umhverfisvænni.“

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270