Ný Thermia Calibra

Ný Thermia Calibra

Yfirburða skilvirkni, framúrskarandi þægindi og eintaklega lágt hljóðstig þýðir að þessi einstaka jarðvarmadæla hefur sett ný viðmið í sínum geira og lækkað hitakostnað um allt að 80%.
 

Háþróað stjórnkerfi og notkun á inverter tækninni eru hluti af leyndarmálinu á bak við Thermia Calibra. Með einn hæsta ársaflstuðlinn (SCOP), hefur þessi nýja eining verið sérstaklega hönnuð fyrir lág-orku hús auk þess sem hún veitir fjölskyldum aukin þægindi við notkun á heitu vatni og kostnaðar hagkvæmni.

„Með SCOP-einkunn allt að 5,8* er Calibra varmadælan mjög skynsamlegur valkostur við hefðbundnar hitalausnir fyrir lág-orku hús. Þetta nýstárlega hugtak höfðar sérstaklega vel til evrópskra fjölskyldna sem leita að áreiðanleika og skilvirkni í hitun heima fyrir en vilja einnig draga úr áhrifum framleiðslunnar á umhverfið. Þar sem nýja varmadælan getur dregið orku frá annað hvort jörðu eða vatni, er hún tvískiptur endurnýjanlegur orkugjafi“, sagði Hans Wreifalt, alþjóðlegur sölustjóri hjá Thermia varmadælum.

Inverter tæknin sem notuð er í varmadælunni skilar framúrskarandi árangri, eins og Petter Lykken, framkvæmdastjóri Thermia, útskýrði: „Einn af lykilþáttunum í glæsilegri  frammistöðu dælunnar er öflugt stjórnkerfi sem nýtir Inverter tæknina fullkomlega. Nýja varmadælan getur uppfyllt óskir mest krefjandi húseigenda og er í sérflokki hvað framleiðslu á heitu vatni varðar. Þar að auki gerir ný vélræn hönnun Calibra að hljóðlátustu varmædælunni í sínum geira. Meðan á notkun stendur getur hljóðstigið verið allt frá 28 dB, sem er sambærilegt við hljóðið af skrjáfi í laufblöðum.“

Inverter tækni aðlagar framleiðslu varmadælunnar stöðugt að eftirspurninni, sem gerir henni kleift að uppfylla 100% af orkuþörf fjölskyldunnar. Þetta þýðir aftur að eigandinn þarf ekki að greiða fyrir dýra umfram hitun.

Thermia Calibra býður upp á hröðustu og hagkvæmustu hitavinnsluna í sínum geira. Þetta þýðir hraðari afhendingu á heitu vatni og á mikið lægra verði. Þetta er mögulegt með tvenns konar tækni sem Thermia hefur þróað: Inverter  tækni og blöndun á kranavatni með innbyggðum 180 lítra vatnstanki. Þetta þýðir að það er ekkert vandamál að uppfylla kröfur um heitt vatn frá morgni til kvölds.

Útgáfan með innbyggðum neysluvatnskút er hægt að velja um gráa eða hvíta. Nýja Thermia Calibra er einnig fáanleg sem Duo og hægt að tengja MBH Calibra neysluvatnskút til hliðar. MBH Calibra neysluvatnskútar koma í tveim stærðum: 200 og 300.

Calibra 7 með afköst 1.5-7 kW og Calibra 12 með 3-12kW bjóða núna breiða línu í varmadælu með Thermia inverter tækni. Allar vörurnar í þessum flokki eru sérstaklega hannaðar fyrir uppsetningu í nýjum lághitahúsum og eins eldri húsum.

Thermia mælir með því að haft verði samband við Verklagnir ehf. til að fá upplýsingar um áætlað kaupverð og útreikninga á hugsanlegum orkusparnaði heimilisins.

Thermia Calibra 

* Árstíðabundin árangurstuðull (0/35 samkvæmt EN14825,  kalt loftslag (Helsinki), P-hönnun: 6.39 kW (B0W55), 7.11 kW (B0W35)

Hafa samband

Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu þá samband við okkur

Write to us

We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message... more
We inform you that your agreement may be withdrawn at any moment by sending an email message to our Data Protection Officer: info@thermia.com from the address that the agreement concerns. We inform you that you are not profiled. Your data will not be shared outside the European Economic Community or shared with multinational organizations. hide
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above... more
We inform you that the administrator of the personal data provided in the form above is Thermia AB based in Box 950 671 29 Arvika. Please send all your questions and doubts to our Data Protection Officer at info@thermia.com. Your data will be processed in order to reply to the question according to the provision that data processing is lawful if it is necessary to carry out an agreement or prior to entering it. If you agree to the above, your data will also be used to send marketing content. You can find full information about your personal data in our privacy policy. hide
* Verður að fylla út þetta svæði

Fulltrúar Thermia á Íslandi

Verklagnir ehf.

Verklagnir ehf.

+354 517 0270